Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
13.2.2008 | 06:04
Það eru 38 vikur til kosninga
Forskot Obama hjá demókrötum og McCain hjá repúblikönum þýðir að eftir daginn í dag þarf stórtíðindi ef þeir eiga ekki að verða frambjóðendur flokkanna í nóvember.
Það mun eiga eftir að ganga á með forskoti annars þeirra yfir hinum þessar 38 vikur. Baráttan á eftir að harðna.
Hópar sem eru að nafni til ótengdir hvorum flokki, en eru í raun öfgahópar, eiga eftir að taka upp skítugasta hluta baráttunnar.
McCain þarf að vinna traust innan síns eigin flokks og báðir munu bítast um miðjufylgið. Þetta er breyting frá því að Bush átti fylgi hægri afla í repúblikanaflokki og þjóðin skiptist milli stóru flokkanna, eins og gerðist árið 2000.
Obama hefði betur en McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2008 | 05:56
Raunverulegir banabitar landsbyggðar
Það fá flestir að heyra að kvótakerfið sé að ganga af byggðunum dauðum. Ef rétt væri, þá væri það alveg nóg ástæða til að slá af hvaða kerfi sem er.
Fólksflótti og atvinnumissir byggðanna er ekki það áfall fyrir mannlíf sem iðulega er brugðið upp. Fólk hefur flutt milli staða á Íslandi alla tíð og það er enginn harmleikur fólginn í því að fólk þurfi að flytja, þó oft sé látið öðruvísi.
Ísland er eitt land, ein eyja og hér býr fólk í öllu landinu með því að búa á einum stað. Landið er ekki stærra en svo.
Kvótakerfi er afleiðing minnkandi fiskafla, ekki ástæða hans. Önnur afleiðing er atvinnumissir á stöðum sem byggja allt sitt á sjávarafla. Þetta er ljóst flestu landsbyggðafólki. Það gerir annað af tvennu, flytur burt eða reynir að finna annað við að vera.
Skrumið gengur hins vegar ótrúlega lengi og alltaf er endað á að kenna kvótakerfi um allt illt. Spurningin er hvers vegna og hverjum á þessi barlómur að gagnast?
13.2.2008 | 05:48
Orkuveitan sem einkamál
Undir öllum þeim óróa sem hefur skekið Orkuveituna og dótturfyrirtæki hennar undanfarið ár, liggur dýpri vandi. Þessi vandi er ekki nýr í OR. Starfsmenn fyrirtækisins biðja nú um starfsfrið og vilja að stjórnmálamenn hætti að bítast um það.
Vandinn liggur í þeirri staðreynd að OR hefur viljað haga sér eins og einkafyrirtæki í rekstri en almannafyrirtæki í þjónustu og í almannaeigu. Þetta tvennt fer ekki saman.
OR er opinbert hlutafélag. Breyting á fyrirtæki í hlutafélag þýðir ekki að það fari að starfa eins og einkafyrirtæki. Hlutafélagaformið er einungis ákveðin leið til að einfalda eignarhald og viðskipti með hluta fyrirtækja, um leið og ábyrgð eigenda er takmörkuð, í raun við eignarhluta þeirra.
Hlutafélagaformið eitt og sér breytir því ekki að fyrirtæki eins og OR er í opinberri eigu (sveitarfélaga) og er í almannaþjónustu.
Vandinn er að forstjórar og margir starfsmenn fyrirtækisins eru ekki sáttir við þessa staðreynd og hafa hagað sér þannig undanfarin ár.
Orkuveitan á ekki að vera bitbein stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 21:56
Friðun þýðir allt annað á Íslandi
Friðun er eitt af þeim orðum sem margir sveifla kringum sig, hvort sem það er um hús á Laugavegi eða svæði á hálendinu, eða jafnvel svo margt annað.
Eins og svo oft þegar landar mínir velja orð, þá eiga þeir við eitthvað annað. Í besta falli er hægt að kalla þetta rósamál eða dulyrði (euphemism) en í versta falli þýðir þetta oft þveröfugt við það sem haldið er fram.
Þannig vilja engir að hús séu látin í friði, sem betur fer, heldur endurbyggja þau eða umbyggja, eins og nú er oft ofar á blaði. Hér er ég ekki að segja að betra væri að friða þau, heldur að orðið friðun er ekki það sem fólk ætlast fyrir.
Friðun á einhverjum hluta landsins er fjarri flestum, einnig sem betur fer. Fólk vill opna svæði fyrir ferðamönnum en ekki friða þau. Það vill ekki hafa aðrar framkvæmdir en fyrir ferðamennina. Í þessu tilfelli er það ekki eins augljóst að aldrei stendur til hjá neinum að friða svæði þó fólk tali þannig og í þessum tilfellum er þetta villandi og hættulegt.
Það skiptir miklu fyrir náttúru hvort flytja á hingað til lands hálfa milljón ferðamanna til viðbótar á næstu árum, með flugvélum að sjálfsögðu, sjá þá ferðast um landið, á stórum fjallabílum að sjálfsögðu, og skoða land sem nú er lítið skoðað. Það er einfaldlega ekki önnur leið fyrir ferðamenn að komast utan úr heimi upp á hálendi Íslands heldur en með farþegaþotu til landsins og einhverjum vélknúnum farartækjum upp á hálendið. Örlítill hluti fer með ferju til landsins og notar síðan vélknúnu farartækin, afskaplega lítill hópur notar einhverjar aðrar leiðir eins og fjallahjól.
Friðun? Er hægt að fá nánari útskýringu?
11.2.2008 | 12:32
Hvernig framfylgdi REI hlutafélagalögum?
Það er ljóst að REI er félag í opinberri eigu. Það er hlutafélag. Þar með gilda reglur hlutafélagalaga nr. 2/1995 um félagið.
Lítum á nokkur atriði þeirra sem varða opinber hlutafélög:
- Opinbert hlutafélag merkir í lögum þessum félag sem hið opinbera, einn eða fleiri hluthafar, á að öllu leyti, beint eða óbeint. Slíkum félögum einum er rétt og skylt að hafa orðin opinbert hlutafélag í heiti sínu eða skammstöfunina ohf. og má tengja orðin eða skammstöfunina heiti eða skammstöfun á hlutafélagi. (Úr 1. grein)
- Við kjör í stjórn opinbers hlutafélags skal tryggt að í stjórninni sitji sem næst jafnmargar konur og karlar. (Úr 63. grein)
- Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar í opinberum hlutafélögum skulu gefa stjórninni skýrslu um eign sína í félögum skipti það máli varðandi starf þeirra. (Úr 67. grein)
- Starfsreglur stjórna opinberra hlutafélaga skal birta á vef félagsins ef til er en ella annars staðar á netinu. (Úr 70. grein)
- Fulltrúum fjölmiðla er heimilt að sækja aðalfund opinbers hlutafélags. Kjörnum fulltrúum eigenda, þingmönnum ef ríkið er eigandi og viðkomandi sveitarstjórnarmönnum ef sveitarfélag er eigandi, er heimilt að sækja aðalfund með rétt til að bera fram skriflegar fyrirspurnir. (Úr 80. grein)
- Í samþykktum opinbers hlutafélags skal kveðið á um að ætíð skuli boða stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðendur félagsins á hluthafafund, svo og fulltrúa fjölmiðla á aðalfund. (Úr 88. grein)
- Fulltrúar fjölmiðla skulu í síðasta lagi fjórtán dögum eftir aðalfund eiga aðgang að fundargerðabók vegna aðalfundar opinbers hlutafélags eða staðfestu endurriti fundargerðar aðalfundar á skrifstofu félagsins. (Úr 90. grein)
- Upplýsingar, sem lagðar eru fram í opinberum hlutafélögum, geta m.a. byggst á spurningum hluthafa til félagsstjórnar og framkvæmdastjóra. (Úr 91. grein)
- Opinber hlutafélög skulu birta samþykktir félagsins á vef sínum ef til er en ella annars staðar á netinu. Jafnframt skal birta þar ársreikning, samstæðureikning og sex mánaða árshlutareikning opinbers hlutafélags. (Úr 149. grein)
Nú er spurningin hvernig þessi lagaákvæði voru uppfyllt hjá REI?
Á fundi í Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2008 | 08:28
JFM í stuði í Silfrinu
Framganga Jakobs Frímanns Magnússonar í Silfri Egils vakti athygli mína. Mér varð ljóst af hverju hægrikratar hafa verið úti í kuldanum síðasta áratug.
Þeir uxu í skjóli Jóns Baldvins Hannibalssonar í Viðeyjarstjórninni, sem stundum var nefnd ný Viðreisn. Hlutverk hennar var að losa um höft atvinnu- og viðskiptalífs í landinu. Í hennar tíð klofnaði Alþýðuflokkur í tvennt, þar sem sumir hægrikratarnir voru orðnir kaþólskari en páfinn og tóku að sér það hlutverk að vera meiri frjálshyggjumenn en Sjálfstæðismenn þorðu að viðurkenna.
Þetta hlutverk tók Jakob með glæsibrag í Silfrinu. Hann gekk skrefi lengra en Pétur Blöndal hafði þorað og skammaði þá sem höfðu eyðilagt þessi fínu viðskiptatækifæri að selja þekkingu Orkuveitunnar.
Þetta gerist þegar flestir eru sannfærðir um að þar var ekkert annað í gangi en að færa ákveðnum aðilum það sem byggt hafði verið upp hjá fyrirtækinu, á silfurfati.
Jakob má eiga það að hann var enn í stuði.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 08:26
Það er Grandavegur víða
Í gær benti ég umsjónarfólki Moggavefs á að fyrirsögnin Grandavegur lokaður væri röng, þar sem gatan sem um ræddi héti Eiðsgrandi. Þau leiðréttu það í frétt og í krækju en ekki í fyrirsögn.
Nú er frétt af húsi á Grandagarði og enn er Grandavegur kominn í fréttir.
Grandavegur liggur frá Meistaravöllum niður á Eiðisgranda, samhliða Hringbraut. Hann er fjarri þessum vettvangi, var ekki lokaður í gær og húsið sem um ræðir hér er ekki við Grandaveg, eins og kemur reyndar fram í fréttinni.
Gefa Grandaveg 8 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 08:19
Konu dreymir illa, 160 manns fluttir í land
Þetta var erfið nótt hjá einni konu, þreytt eftir hörmulegt veður alla hálfs mánaðar vaktina. Hún var ekki orðin 24 ára gömul og vann á einum erfiðasta stað í heiminum, úti í Norðursjó.
Hún dreymdi að það hefði einhver komið fyrir sprengju á íbúðapallinum Safe Scandinavia. Sagan magnaðist, barst til yfirmanna og eftir klukkutíma bar pallurinn ekki lengur nafn með réttu.
Stjórnendur höfðu samband við breska flugherinn sem sendi fimm þyrlur og Nimrod-vél á staðinn og byrjaði að flytja burt fólk. Á pallinum voru 539 manns. Brátt kom í ljós að sagan hafði ekki við nein rök að styðjast og flugherinn byrjaði að flytja fólk þangað aftur. 160 manns höfðu flogið af stað.
Konan verður leidd fyrir dómara í dag.
Byggt á frétt Guardian.
Sprengjuhótun á olíuborpalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 08:16
Obama gegn McCain
Obama verður að teljast sigurstranglegri fulltrúi demókrata í forsetakosningunum í nóvember en Clinton. Þegar af þeirri ástæðu er líklegast að hann eigi eftir að vinna á í komandi forkosningum. Það er athyglivert að allar fréttir hljóma eins og hann hafi unnið forkosningu eftir forkosningu, en þegar þetta er skrifað er Clinton með aðeins fleiri kjörmenn á landsþing á bak við sig.
Hún mun því hafa töluverðan fjölda kjörmanna á landsþing með sér, hvernig sem annað fer. Spurningin er hvort gangi saman með henni og Obama fyrir landsþingið og þau bjóði fram saman, þannig að það sem er með fleiri kjörmenn verði ákveðið forsetaefnið. Margir demókratar tala um dream ticket, að Clinton verði varaforsetaefni. Það er öruggt að margir fleiri telja sig geta kosið þann kost en ef hún væri forsetaefnið.
Einn helsti kostur Obama er að hann er skiljanlegur. Ég segi þetta út af því að stjórnsýsla undanfarinna sjö ára hjá George Bush hefur ekki verið sem skiljanlegust. Varaforsetinn segist ýmist ekki þurfa að greina frá málum af því að hann sé hluti framkvæmdavaldsins eða löggjafarvaldsins (alltaf þeim hluta sem ekki þarf að segja neitt) eða að allt sé trúnaðarmál. Jafnvel góðir blaðamenn eins og Bob Woodward verða ekki of skiljanlegir. Það er ferskur andblær að lesa The Audacity of Hope og skýrir margt vel í bandarískri pólitík. Obama hefur minnstan persónulegan auð af frambjóðendum þetta árið, og sá auður er eiginlega allur ritlaun af tveimur bókum. Það er ekki óskiljanlegur maður sem skrifar þær.
McCain hefur sömu kosti. Hann segir alltaf skýrt hvað hann stendur fyrir. Þó hann sé enginn miðjumaður eru sumir repúblikanar sem sjá hann sem slíkan og vilja nú gera veg Huckabees sem mestan. Bush hefur blandað sér í baráttuna og kallað McCain góðan íhaldsmann. Það er ekki hægt að biðja um meira, og nú vill Bush að repúblikanar fari að ná forskoti með því að velja frambjóðanda sinn fljótlega. Flokkurinn brást við vinstribylgju sjöunda áratugarins með því að fara enn lengra til hægri. Heimurinn kom á eftir og nú eru menn eins og McCain orðnir nærri því miðjumenn.
Obama sigraði í Maine | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2008 | 22:04
Asus eee smáfartölvan
Fljótlega fer fólk að sameina utanáliggjandi harða diska og wi-fi búnað eins og gert er í Time Capsule frá Apple. Þá vistar fólk ekki lengur gögn á harðan disk í heimatölvunni, heldur vinnur öll gögn á disk sem liggur annars staðar. Þá koma aðrar kröfur um heimatölvuna en áður.
Asus smátölvan eee kostar minna en 30.000 krónur í Tölvuteki. Hún er ekki með hreyfanlega hluti og þolir þannig alls kyns meðferð sem aðrar tölvur þola ekki. Asus stefnir með henni á sama markað og $100-tölvan sem ætluð var fyrir fátækari hluta heimsins, en hefur slegið í gegn hvarvetna.
Asus eee er með 7" skjá, keyrir Open Office, Firefox, Skype og nokkra leiki á Linux. Fyrir alla almenna vinnu dugir hún ágætlega. Rafhlöðuending er ágæt og þyngdin undir kíló. Hún miðar greinilega við að gögn séu vistuð á utanáliggjandi disk, annað hvort með USB-tengi eða þráðlaust. Flestir munu láta sér nægja minnislykil eða ódýran utanáliggjandi harðan disk til að byrja með, en harður diskur með þráðlausum sendi hljómar einnig ágætlega.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar