Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Að gera Sjálfstæðisflokkinn ókjósanlegan

Á síðasta áratug urðu íhaldsmenn í Bretlandi það sem þarlendir hafa kallað ókjósanlegir. Þeir höfðu sparkað Thatcher burtu og eftir sat flokkur fólks þar sem hver vildi hrinda í framkvæmd sínum áhugamálum. Þessi stjórn varð sífellt verri og verri í augum landsmanna. Hún réð ekki við efnahagsástandið eins og sást sumarið 1992 þegar atlaga skortsölumanna að pundinu heppnaðist og vextir ruku upp í himinhæðir. Sífellt fleiri hneykslismál skuku stjórnina og þrír ráðherrar þurftu síðar að gista fangelsi hennar hátignar eftir að hafa logið að þjóðinni. Framkvæmdir í almannakerfinu urðu fólki sífellt fjandsamlegri og sá stuðningur sem flokkurinn hafði vegna efnahagsumbóta hvarf vegna þess. Bretar fóru að líta á Íhaldsflokkinn sem illan flokk. Niðurstaðan varð að Verkamannaflokkurinn uppskar arfleifð efnahagsumbótanna 1997 og hefur stjórnað landinu síðan. Skotland varð laust við íhaldsþingmenn (Tory-free zone) og um gervallt Bretland varð Íhaldsflokkurinn að útlaga úr stjórnmálum. Síðustu ár hefur tekist að reka þetta slyðruorð af íhaldsmönnum að hluta og almenningur er yfirleitt hættur að líta á þá sem illt fólk sem vilji öðrum illt. En þetta hefur tekið tíma og eftir 11 ár er flokkurinn enn á engan hátt öruggur um stjórnarsetu á næstu árum.

Nú hefur einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram áætlun um að höggva stórt skarð í heilbrigðisþjónustuna í Hafnarfirði, á spítala sem þjónar um tíunda hluta landsmanna. Þessi aðgerð er sett undir hatt með mörgum öðrum og sagt að þar sé almennt hagræði sem náist á næstu árum. Þessi einstaka aðgerð er þó langt frá því að vera hagfelld að mati þeirra sem til þekkja:
  • Að sögn starfsmanna St. Jósefsspítala hefur kostnaður þar á legudag verið verulega lægri en á Landspítala, enda er yfirbyggingin hlutfallslega miklu smærri í Hafnarfirði.
  • Almenn ánægja hefur verið í Hafnarfirði með þjónustu spítalans.
  • Aðgerðir á skurðstofum þar hafa verið eftirsóttar og fólk þar unnið sitt til að stytta biðlista.

Það er aðferðin sem einkum vekur athygli. Ekkert samráð hefur verið haft við hlutaðeigandi; starfsfólk spítalans, íbúa Hafnarfjarðar og aðra sem hlut eiga að máli. Ekki hefur einu sinni verið rætt um málið í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Skurðstofur í Keflavík sem hafa staðið illa nýttar hafa spilað stórt hlutverk í þessum ákvörðunum. Heilbrigðisráðuneytið vill fara þá leið að brjóta upp starfsemi sem hefur gengið vel í mörg ár í Hafnarfirði til að ná fram betri nýtingu á þessum stofum í Keflavík. Langtum minni aðgerð hefði verið falin í því að finna tækjum vannýttu skurðstofunnar annað heimili heldur en að snúa á hvolf heilu stofnununum. Hér er á ferðinni ótrúleg tæknihyggja og lítill skilningur á því hvað liggur bak við gott starf fólks á smárri stofnun.

Fjármálakreppan sem skók Ísland 2008 er mál málanna og verður það næstu ár. Það ætti að standa öllu forystufólki í stjórnmálum nærri að fara yfir ástæður þess að hún hrinti Íslandi fram á ystu nöf og þar fram af. Stjórnmálamenn sem nota tímann núna til að breyta almannaþjónustu sem hefur gengið vel, verða metnir að minna.

Sjálfstæðisflokkurinn er stórt afl í Hafnarfirði og þessar aðgerðir skipta flokkinn máli, bæði þar og á landsvísu. Það skiptir þess vegna flokkinn miklu núna að snúa við blaðinu og gera sig að bærilegum kosti í næstu kosningum, en ekki að láta fólk minnast sín sem eyðileggingarafls.


Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband