Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

6,1 segir USGS

Þessi skjálfti kom eins og högg hér í byrjun, en svo komu þrjár greinilegar bylgjur. Það var líkast því að vera í skipi þegar verið er að ræsa stóra aðalvél.

Þegar svona stórir skjálftar verða, eins og 17. og 21. júní 2000, þá er erfitt að greina stærð þeirra afar nálægt. Oft koma betri upplýsingar í byrjun lengra frá, en fræðingar eiga eftir að greina þetta betur.

Ég vildi á meðan vísa á Earthquake Hazards Program hjá bandarísku landmælingunum, U.S. Geological Survey. Þau gáfu upp stærðina 6,7 en hafa nú endurmetið þetta sem 6,1 (opnast í nýjum glugga).

Þau sem vilja lesa meira um skjálfta víða um heim geta litið á forsíðu þeirra (opnast í nýjum glugga).


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir fagrir

Nú fer að aukast í bloggvinagarði. Birgitta og Myndlistarfélagið á Akureyri, hvorki meira né minna, vilja bætast við hjá kallinum.

Ég skaust í bæinn á þessum rokdegi og hitti gamlan skólafélaga sem hafði munninn fyrir neðan nefið, eins og fleiri í MH í þá daga. Hann nam arkitektúr, hefur búið í New York og sent pistla þaðan til landsins um skipulag, byggingalist og tengd efni.

Til dæmis skrifaði hann grein í Lesbók eftir snjóflóðin 1995 um það hvernig er hægt að lágmarka hættu vegna snjóflóða með því að byggja samkvæmt þeim, en ekki á móti þeim. Það þarf varla að taka fram að ekkert hús er þannig byggt á Íslandi þar sem ég hef séð til. 11. september 2001 bjó hann 300 metra frá tvíburaturnunum og átti fótum fjör að launa.

Í seinni tíð hefur hann skrifað um skipulagsmál í Reykjavík. Hann sagðist hafa sent inn athugasemd á bloggið hjá mér, og ég sé ekki betur en að hér fari Veffari, sem bætti við pistil hjá mér um tillögur Greame Massie og félaga. Það eru þeir sem Ólafur borgarstjóri virðist ætla að reyna að skjóta í kaf. Ég hef mikið álit á Edinborgurunum. Mér sýnist þeir um margt vera að reyna að endurtaka það sem hefur verið gert í Leith, og heppnast afar vel þar. Leith er norðlæg borg við kaldan sjó, og ég held að Massie og félagar vanmeti alls ekki aðstæður hér. 


Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband