Leita í fréttum mbl.is

Raunverulegir banabitar landsbyggðar

Það fá flestir að heyra að kvótakerfið sé að ganga af byggðunum dauðum. Ef rétt væri, þá væri það alveg nóg ástæða til að slá af hvaða kerfi sem er.

Fólksflótti og atvinnumissir byggðanna er ekki það áfall fyrir mannlíf sem iðulega er brugðið upp. Fólk hefur flutt milli staða á Íslandi alla tíð og það er enginn harmleikur fólginn í því að fólk þurfi að flytja, þó oft sé látið öðruvísi.

Ísland er eitt land, ein eyja og hér býr fólk í öllu landinu með því að búa á einum stað. Landið er ekki stærra en svo. 

Kvótakerfi er afleiðing minnkandi fiskafla, ekki ástæða hans. Önnur afleiðing er atvinnumissir á stöðum sem byggja allt sitt á sjávarafla. Þetta er ljóst flestu landsbyggðafólki. Það gerir annað af tvennu, flytur burt eða reynir að finna annað við að vera.

Skrumið gengur hins vegar ótrúlega lengi og alltaf er endað á að kenna kvótakerfi um allt illt. Spurningin er hvers vegna og hverjum á þessi barlómur að gagnast? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband