17.2.2008 | 14:27
Hvernig Ísland mun verjast kreppu
Það var við þær aðstæður sem samfélagið breyttist upp úr 1990. Það sem telst markvert er að enginn flokkur vill fara til ástands eins og það var fyrir þann tíma.
Nú spyr fólk hvort íslenskt þjóðfélag sé búið undir kreppu og vísar til þess hversu margt fjármálafólk er alið upp í eintómum uppgangi. Svarið er að landið er vel varið kreppu. Það hefur miklar innistæður í lífeyriskerfi sem er uppsöfnunarkerfi, ólíkt löndunum í kringum okkur. Það hefur góða afkomu ríkissjóðs og stærstu sveitarfélögin hafa lagað afkomu sína mikið á síðustu árum.
Fjármálafólkið er ekki föst stærð. Þau sem voru áberandi fyrir 5 árum voru það ekki fimm árum fyrr, og eru að detta út af sjónarsviðinu núna. Það hvílir ekki á herðum þeirra sem voru áberandi í fyrra að laga ástand næsta árs, heldur verða það aðrir.
Það sem er öruggt, er að þetta þýðir miklar breytingar á starfsumhverfi bankanna. Spurningin er núna hvort þeir flytja meiri hluta starfsemi sinnar úr landi, eða alfarið.
Persónuafsláttur hækkaður meira en gert var ráð fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sveinn!
Mjög skynsamlega mælt af þér. Ég veit nú ekki hvort þú ert sammála mér, en ég er þeirrar skoðunar að kannski sé bara ágætt að smá kólnun eigi sér stað og slík kólnun þarf nú ekkert að verða kreppa.
Síðan væri mjög skynsamlegt að fara af stað með framkvæmdir í Helguvík í sumar og haust og láta þær ná hámarki á næsta ári. Að Helguvík lokinni má síðan byrja á Bakka. Ég held nú að flestir séu búnir að átta sig á því að þótt bankabólan hafi ekki verið nein refarækt þá er nokkuð langt í að fjármálastarfsemi verði einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.
Kveðja,
Guðbjörn Guiðbjörnsson - Suðurnesjamaður
Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.2.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.