Leita í fréttum mbl.is

Eniga meniga, allt snýst orðið um peninga

Ég fór einu sinni á tónleika með Megasi. Þetta var í hátíðarsal MH og þeir hétu Drög að sjálfsmorði. Næstu árin bar lítið á skáldinu. Mér kom á óvart þegar ég heyrði árið eftir að hann hefði kvatt þennan heim, því daginn áður hafði ég séð hann á sýningu í Fjalakettinum.

Nú eru haldnir tónleikar með Megasi í nafni Kreditkorta, held ég. Ég fer að minnsta kosti ekki.

Það kemur undurfurðulega við mig að sjá auglýsingu fyrir fjármálastofnun undir lagi og ljóði Ólafs Hauks, Eniga meninga, sem Olga Guðrún söng. Á yfirborðinu var þetta barnalag en ég held að það hafi átt að vera ógurlega pólitískt, enda átti pólitíkin erindi til allra. Var það ekki ádeila á neysluhyggju?

Æi, það eru 30 ár síðan. Og nú eiga allir nóg af peningum. Eða, vilja það að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband