Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Það besta sem af er þessu ári?

Gnarls Barkley eru meistarar. Þeir sönnuðu það með disknum St. Elsewhere fyrir tveimur árum. Nú koma þeir sterkir til baka með nýjan disk í apríl. Þetta er forsmekkurinn, tregasálmurinn Run.

Yeah its still the same
Can't you feel the pain
When the needle hits the vein
Ain't nothing like the real thing
I've seen it once before
And oh it's something else
Good god

Cool breeze come on in
Sunshine come on down
These are the tear drops of the clown
Circus is coming to town
All I'm saying is sometimes I'm more scared of myself
You better
move
I said
move

Runaway
Runaway
Run children
Run for your life
Runaway
Runaway
Run children
Here it comes
I said run
Alright

Yeah I'm on the run
See where I'm coming from
When you see me coming run
Before you see what I'm running from
No time for question asking time is passing by
Alright

You can't win child
We've all tried to
You've been lied to
It's all ready inside you
Either you run right now
Or you best get ready to die
You better
move
I said
move

Runaway
Runaway
Run children
Run for your life
Runaway
Runaway
Run children
Ooh
Here it comes
I Said run

Hurry little children
Run this way
I have got a beast at bay
La la la la la la la
La la la
La la la la la la la
La la la la l a
La la la la l a
Runaway
runaway
Run children
run for your life
runaway
runaway
run children
here it comes
said run

Tregasálmurinn Run með Gnarls Barkley, sunginn molto allegro, eiginlega hiphoppo. 


Blóð mun fljóta - There will be blood

Blóð mun fljóta eða There will be blood byggir á sögunni Olíu eftir Upton Sinclair. Sinclair kunni að segja stórar sögur og það þarf ekki að undra að hann hafði áhrif á ungan Halldór Laxness. Sagan er um baráttu þeirra sem láta fátt standa sér í vegi og hinna, sem jörðina erfa. Hún minnir þannig á Heaven's Gate.

Bíósalurinn ætlaði seint að fyllast. Fram að miðnætti var að koma inn fólk. Eftir því sem myndinni vatt lengur fram varð fólkið sem kom inn með eldri og eldri hárgreiðslu þangað til ég hélt að níundi áratugurinn væri kominn. Þá sá ég ekki betur en einhver kæmi með stríðsáragreiðslu. Sambíóin við Álfabakka eru skrýtin tímavél því að myndin náði ekki einu sinni svo langt í sögunni. Hún var skrifuð árið 1927. Því er lýst betur í bók eftir Laxness, að mig minnir í Skáldatíma.

Leikarar eru góðir, leikstjórn góð og sviðsetning mjög góð . Tónlistin var á stundum skelfileg, en þá aðeins til að undirstrika boðskap myndarinnar, sem fólst í lokaorðum sonar Plainview, þegar hann kvaddi föður sinn.

Mjög gott.


Rick rolling

Vofa gengur laus um Netið, vofa níunda áratugarins. Hún birtist þannig að fólk á það til að læða inn krækjum á Rick Astley, sem öðrum fremur er mynd af froðupoppi frá þeim tíma.

Þessi lágvaxni söngvari með bassaröddina sem ekki samdi neitt sjálfur, heldur reiddi sig á krafta Stock, Aitken og Waterman, hefur öðlast nýjar vinsældir á Youtube, þökk sé alls kyns liði sem krækir á hann án þess að þau sem smella á krækjuna viti að Rick muni birtast, að syngja og dansa (svolítið afkáralega) Never gonna give you up.

Þó að aðeins ein af útgáfunum af laginu hafi verið sótt yfir sjö milljón sinnum er líklegt að fleira en eitt skipti hafi þau sem það gerðu orðið fórnarlamb Rickrolling, sem fyrirbærið er nefnt.

Hérna er viðtal við Rick Astley þar sem hann tjáir sig um þessar óvæntu vinsældir. Hann segir í viðtalinu að þau sem noti lagið til að ráðast á páfastól og á Vísindakirkjuna verði að átta sig á að Rickrolling sé aðeins póstmódernískt fyrirbæri þar sem lítill atburður sé hafinn á stall til að tjá fáránleika nútíma menningar.


Ishikawa er hérað

Aftur hefur Moggavef tekist að þýða erlenda frétt án þess að vita um hvað hún fjallar. Hér er sagt að píanóleikari heiti Ishikawa Prefecture, sem þýðir Ishikawa-hérað (Ishikawa-ken á japönsku).

Píanóleikarinn heitir Yosuke Yamashita eins og heyra má í fréttinni frá Reuters.

Fyrr í dag sagði Moggavefur frá borginni Shiite í Karbala. Þar hafði blaðamaður tekið enska orðið Shiite (sjíti) og blandað saman við borgarnafnið Karbala. 


mbl.is Brennandi tónlistarástríða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smámyndir af skákmóti

Friðrik Ólafsson, Vlastimil Hort, Pal Benkö og Lajos Portisch. Fyrir þrjátíu árum hefði múgur og margmenni hópast að til að sjá hvern og einn af þessum meisturum. Að ekki sé talað um ef sjálfur Boris Spasskíj hefði stjórnað mótinu og verið skákdómari.

Þessir herramenn og margir fleiri voru að keppa í Ráðhúsinu. Gömlu meistararnir voru að keppa í minningu Fischers sem hefði orðið 65 ára í gær. Um leið var Reykjavíkurskákmót í gangi.

Mér fannst hálfóraunverulegt að ganga innan um þessa miklu meistara sem voru í hálfguðatölu fyrir 25 árum síðan. Enn óraunverulegra var að sjá hvergi alla skólafélagana úr MH sem þá voru forfallnir þrælar á altari skáklistarinnar. Róbert Harðarson var reyndar þarna, Tómas Ponzi og svo einn sem ég man ekki nafnið á í bili, það kemur.

Spasskíj var nýkominn úr augnaðgerð og hafði sett upp dökk gleraugu. Þar sem hann stóð og fylgdist með, leit hann út eins og einn af „lífvörðunum“ sem voru í fylgdarliði hans fyrir 35 árum. Eins og KGB-maður, sagði einhver. Maður lætur þetta vaða hér því allir vita að Spasskíj er sannur séntílmaður, un vrai gentilhomme.


Kári og Morten ræða hjólamenningu

Í þættinum Dr. RÚV í dag var rætt við Kára Harðarson og Morten Lange um hjólamenningu. Kári er einn af bloggvinunum eins og sjá má hér til hægri.

Það er hægt að hlusta á þáttinn til annars í páskum.


Lognið hlær svo dátt

Ég átti leið framhjá Veðurstofunni fyrr í dag. Ég sá fólk að rölta eftir Bústaðaveginum en eitthvað stemmdi ekki alveg. Það var ekki fyrr en ég var kominn vestur í bæ að það kviknaði á perunni: Það hafði ekki baksað með eða á móti vindinum.

Það var logn á hádegi í dag og aftur núna undir kvöldið á Litlu-Öskjuhlíð, eða hvað sem veðurathugunarstaður Reykvíkinga er kallaður um þessar mundir.

Mér finnst þetta ekki hafa gerst síðan í október. Kannski er minnið farið að bresta og ég treysti á að haukfránir lesendur leiðrétti mig. Á meðan svelgi ég í mig lognið.

Á Litlu-Öskjuhlíð, líklega þar sem seinna kom vatnstankur við gamla golfskálann, fögnuðu Reykvíkingar nýjum aldamótum á síðasta degi ársins 1900. Þrjátíu árum síðar tóku þeir á móti pósti þar úr loftfarinu Zeppelin. Þar reyndi hópur fólks að búa til skíðabrekku, sem nú liggur milli Hörgshlíðar og Bústaðavegar, við mikið erfiði. 

 


Hærri skattur á suma áfenga drykki, ný hugmynd frá flokki Thatchers

Toríar (Íhaldsflokkurinn) í Bretlandi vilja leggja skatt á sterkan cider, mjög sterkan bjór og alkógosdrykki (alco-pops).

Þetta virðist eiga að verða mjög hnitmiðaður skattur sem komi ekki niður á víndrykkjufólki, þeim sem drekka venjulegan bjór eða óblandað vískí. Það gæti nefnilega höggvið skörð í kjósendaraðir Toría.

BBC segir frá.


Internet Explorer 8

Fréttir segja að Internet Explorer 8 verði fyrsta útgáfa vefskoðarans sem fylgi almennum CSS og XML stöðlum. Það þýðir á mannamáli að hægt verði að nota samskonar vefhönnun fyrir Internet Explorer og gert er fyrir Firefox, Opera, Safari og flesta aðra vefskoðara.

Enn geta umdeild atkvæði í Florida skipt sköpum

Þetta árið voru forkosningar haldnar í Florida og Michigan svo snemma á árinu að það braut ákvæði flokkanna. Repúblikanar viðurkenna helming kjörmanna frá hvoru ríki en demókratar engan.

Nú er barist fyrir því að kjörmenn þessara ríkja verði engu að síður viðurkenndir hjá demókrötum. Það myndi gefa Clinton aftur forskot á Obama, því hún vann kosningarnar í Florida með 50% móti 33% og síðan vann hún alla kjörmenn í Michigan, eða því sem næst.

Þetta eru engin smáríki, því Florida átti að tilnefna 210 bundna kjörmenn (pledged delegates) og 28 óbundna (superdelegates) á þingið í Denver, meðan Michigan átti að tilnefna 156 bundna kjörmenn og 25 óbundna.

Þar sem ríkin brutu reglur um að halda forkosningar of snemma er mögulegt að þau endurtaki forkosningarnar. Það myndi kosta tuga milljóna dollara. 

Baráttan er hvergi nærri búin.

New York Times sagði frá. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband