Leita í fréttum mbl.is

Lognið hlær svo dátt

Ég átti leið framhjá Veðurstofunni fyrr í dag. Ég sá fólk að rölta eftir Bústaðaveginum en eitthvað stemmdi ekki alveg. Það var ekki fyrr en ég var kominn vestur í bæ að það kviknaði á perunni: Það hafði ekki baksað með eða á móti vindinum.

Það var logn á hádegi í dag og aftur núna undir kvöldið á Litlu-Öskjuhlíð, eða hvað sem veðurathugunarstaður Reykvíkinga er kallaður um þessar mundir.

Mér finnst þetta ekki hafa gerst síðan í október. Kannski er minnið farið að bresta og ég treysti á að haukfránir lesendur leiðrétti mig. Á meðan svelgi ég í mig lognið.

Á Litlu-Öskjuhlíð, líklega þar sem seinna kom vatnstankur við gamla golfskálann, fögnuðu Reykvíkingar nýjum aldamótum á síðasta degi ársins 1900. Þrjátíu árum síðar tóku þeir á móti pósti þar úr loftfarinu Zeppelin. Þar reyndi hópur fólks að búa til skíðabrekku, sem nú liggur milli Hörgshlíðar og Bústaðavegar, við mikið erfiði. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband