16.2.2008 | 23:38
Eniga meniga, allt snýst orðið um peninga
Ég fór einu sinni á tónleika með Megasi. Þetta var í hátíðarsal MH og þeir hétu Drög að sjálfsmorði. Næstu árin bar lítið á skáldinu. Mér kom á óvart þegar ég heyrði árið eftir að hann hefði kvatt þennan heim, því daginn áður hafði ég séð hann á sýningu í Fjalakettinum.
Nú eru haldnir tónleikar með Megasi í nafni Kreditkorta, held ég. Ég fer að minnsta kosti ekki.
Það kemur undurfurðulega við mig að sjá auglýsingu fyrir fjármálastofnun undir lagi og ljóði Ólafs Hauks, Eniga meninga, sem Olga Guðrún söng. Á yfirborðinu var þetta barnalag en ég held að það hafi átt að vera ógurlega pólitískt, enda átti pólitíkin erindi til allra. Var það ekki ádeila á neysluhyggju?
Æi, það eru 30 ár síðan. Og nú eiga allir nóg af peningum. Eða, vilja það að minnsta kosti.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Viðskipti og fjármál | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.