Leita í fréttum mbl.is

Minnisbók (Sigurðar Pálssonar)

Einn daginn setti Siggi Páls upp baskahúfu og alltof langan trefil, sveiflaði treflinum í boga aftur fyrir bak og kunngerði að hann ætlaði að verða skáld. Hann er skáld. Auk þess býr hann til gott kaffi.

Minnisbókin byrjar þegar Sigurður kemur til Parísar í fyrsta skipti. Hann er þá reyndar á leið til Toulouse en ástin á borginni er greinilega kviknuð og það var ekki langt að bíða þar til hann var kominn aftur. Hann drepur niður fæti og segir samviskusamlega frá dvalarstöðum sínum og KJ í borginni, kettinum Gertrude, skáldunum sem hann þorði ekki að ræða við og Íslendingunum sem hann hitti þar.

París kviknar til lífs við lestur fyrir þeim sem hafa heimsótt borgina og þekkja sögusviðið. Montmartre, Marais, Latínuhverfið, Montparnasse, Cité Universitaire og ótal aðrir staðir verða ljóslifandi í meðförum Sigurðar. Ýmsir kaflar vekja minningar um svipuð tök í Parísarhjólinu, skáldsögu sem kom út fyrir nokkrum árum. Þessi hluti frásagnarinnar er á við bestu Parísarferð og má mæla með bókinni, ef ekki væri fyrir annað. Sigurður er góður stílisti. Mér sýnist hann hafa gefið sér góðan tíma að vinna margt af þessum köflum. Þar er hvergi ofaukið orði.

Það verður erfiðara fyrir marga að lesa útleggingar hans á meginviðfangsefni sínu þessi Parísarár, sem eru leikhúsfræðin. Mörg bókmenntakenningin mun fara framhjá flestum lesendum.

Mjög gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband