Leita í fréttum mbl.is

Umhverfisvernd eða umhverfisnýting

Umhverfisráðherra hefur rætt um þá áráttu sveitarstjórna að hunsa umhverfisvernd á kostnað atvinnusjónarmiða.

Ég er hræddur um að sveitarfélag sem á í vök að verjast hlýtur að hugsa fyrst um hvort einhver atvinna sé í héraði. Engin atvinna, ekkert líf, ekkert fólk. Ekkert sveitarfélag. Til eru sveitir á Íslandi þar sem náttúruvernd skiptir miklu máli. Það er til dæmis Sléttuhreppur, norðan Jökulfjarða og Ísafjarðardjúps þar sem enginn býr. Annað dæmi eru Fjörður norðan við Grenivík. Þar býr heldur enginn.

Fyrir utan þetta held ég að umhverfisráðherrann tali oft um náttúruvernd en eigi við að landið eigi að vera nýtt fyrir ferðamennsku. Það er ekki endilega náttúruvernd. Sléttuhreppur og Fjörður hafa sloppið tiltölulega vel hvað þetta varðar. Þar liggja nær engir vegir og er aðeins fært örfáa mánuði á ári fyrir venjulegt ferðafólk.

Annars staðar er ekki svo gott um að litast. Allt landið kringum Mývatn og norður í Kelduhverfi er núna skorið af vegarslóðum. Þar þarf að takmarka umferð, ekki að auka hana. Nógur er uppblástur þar samt.

Auk þess þarf að huga að því hvaða áhrif ferðamennska til Íslands hefur á heiminn. Tvöföldun á fjölda þeirra, líkt og nú gerist á áratug, þýðir gífurlega aukningu á kolefnislosun.

Íslendingar eru í þeirri aðstöðu að þurfa yfirleitt að fljúga til annarra landa, vilji þeir fara út fyrir landsteinana. Ferð með skipi krefst enn meiri orkunotkunar á hvern farþega. Við þurfum þess vegna að huga að því hvað við getum boðið upp á að mikil kolefnislosun sé einungis vegna okkar eigin ferða, hvað þá vegna ferðamanna sem koma til landsins. Á nokkrum stöðum á landinu þarf einnig að huga að því að hvernig eigi að fara með landið við stöðugt meiri umferð.

Mikilvægast er þó að hafa í huga að þegar rætt er um umhverfisvernd er oftast verið að ræða um að nýta landið fyrir ferðamennsku. Undantekningar eru þegar svæði eins og Surtsey eru lokuð almennum ferðamönnum og aðeins nýtt til rannsókna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband