16.11.2007 | 00:01
Vegna þess að þeir eru okkar skíthælar
Hvers vegna að styðja einræðisstjórn sem iðkar islamska bókstafstrú og treður á réttindum útlendinga, kvenna, trúleysingja, allra með aðra trú og yfirleitt allra sem eitthvað hafa á móti stjórninni?
Saudi-Arabía er ríki moskanna tveggja, heilagt ríki með einkunnarorðin: Það er enginn Guð nema Allah og Múhameð er sendiboði hans (Shahadah). Trú ríkjandi ættar er sú sem Wahhab boðaði, bókstafstrú sem meðal annars er grundvöllur skoðana Usama bin Laden, sem er frá landinu. Ætt hans nýtur mikillar virðingar þar og er í nánum tengslum við konungsættina, sem öllu ræður.
Svo ég svari spurningunni, þá er það líklega svar í ætt við það sem Truman á að hafa sagt þegar hann var spurður hvers vegna Bandaríkin styddu fasistastjórn Francos á Spáni: Because he is our son of a bitch.
Það er rétt að taka fram að Ísland þarf ekki að hafa stjórnmálasamband við Saudi-Arabíu fremur en Íslendingar sjálfir kjósa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.