Leita í fréttum mbl.is

Jónasistar

Um sexleytið fór hópurinn að stækka fyrir framan aðalbyggingu Háskólans. Kona útdeildi stormkertum á álhöldum. Klukkan sex hélt gangan af stað að Hringbraut. Sem betur fer hafði lögregla viðbúnað þegar gengið var yfir götuna. Ef einhver hefði keyrt á hópinn hefði stór hluti af samanlagðri greind þjóðarinnar getað horfið, sá hluti sem ekki fæst við fjármál og rekstur.

Þegar gangan kom að styttu Jónasar Hallgrímssonar rétt við Hljómskálann kom í ljós að hljóðkerfið virkar ekki. Jónas hallaði þess vegna eyra að Pétri Gunnarssyni þegar hann hélt ræðu magnaralaus.

Það er alveg sérstakt fólk sem þarna var statt. Þegar Pétur var um það bil að ljúka tölunni kom vél inn til lendingar rétt yfir höfðum okkar og drukknuðu síðustu orð skáldsins algerlega, sem von var. Pétur lét það ekki á sig fá og ég nam lokaorð hans með varalestri. Viðstaddir sungu fyrsta og síðasta erindið af Vísum Íslendinga. Um stund gleymdist nálægð flugvallarins, umferðin á Sóleyjargötunni og undirbúningur fyrir brúðkaup aldarinnar í næstu götum.

Svo kvaddi ég Jónas sem enn stóð skakkur og var víst orðinn tvöhundruð ára. Um leið og ég gekk út úr lundinum mætti norðangarrinn mér og hávaðinn af umferðinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lipur texti eins og er þín von og vísa. Farðu vel með þig!

Gisli (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband