Leita í fréttum mbl.is

Konur sem verða forsætisráðherrar

Jafnrétti er skringilega misskipt, hvar sem maður drepur niður fæti. Það er líklega mismikið misskipt.

Á Norðurlöndum er hærra hlutfall þingmanna og ráðherra konur en víðast hvar í heiminum. Þó hefur hlutur þeirra orðið rýr í forsætisráðherrastólum. Hinar jafnréttissinnuðu Danmörk og Svíþjóð hafa til dæmis verið með tiltölulega fáa forsætisráðherra úr hópi kvenna, eða 0. Ísland er í sama flokki. Noregur hefur haft eina konu í þessum hópi og í Finnlandi telst forseti valdamestur kjörinna fulltrúa, og þar er núna kona í fyrsta skipti forseti landsins.

Það veltur á úrslitum dönsku þingkosninganna á þriðjudag, 13. nóvember, hvort Helle Thorning-Schmidt verður fyrst danskra kvenna í stóli forsætisráðherra. Sjálfum þykja mér meiri tíðindi að hún á bakgrunn nær alfarið í Evrópupólitík og hefur þá margt breyst í Danmörku frá tíð Jens Otto Krag og Anker Jörgensen.

Hér á landi er rætt um margs kyns leiðir til að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti forsætisráðherra. Sú sem er helst nefnd er að brjóta upp stjórnarsamstarf á miðju kjörtímabili og mynda vinstristjórn í takt við meirihlutasamstarf í Reykjavík. Það mælir á móti þessari kenningu að slíkt samstarf hefur þýtt að Framsóknarflokki hefur verið boðinn forsætisráðherrastóll þegar þetta hefur komið upp áður, og líka þegar stungið var upp á því í kjölfar kosninganna 2003.

Það er líklegra að stærsti flokkurinn í landinu muni eiga fyrsta forsætisráðherrann úr röðum kvenna. Kjósendur hafa skipt sér nokkuð líkt milli flokka síðan í seinni heimsstyrjöld. Með þeirri skiptingu núna getur Sjálfstæðisflokkurinn myndað stjórn með hverjum af flokkunum þremur sem koma næst honum, en þeir þurfa að mynda þrír saman stjórn.

Þetta þýðir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verði fyrir valinu sem fyrsta konan í stóli forsætisráðherra á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband