Leita í fréttum mbl.is

Lagarammi um opinber hlutafélög

Getur verið að stjórnendur OR haldi að þau reki sjálfseignarstofnun? Mér virðist á viðbrögðum þeirra undanfarna daga að það sé engu líkara.

Dæmi um sjálfseignarstofnun er Háskólinn á Bifröst þar sem ég starfaði í tvö ár. Amma mín myndaði sjálfseignarstofnun um eyjaklasa í Breiðafirði sem síðan er í eigu fjölskyldunnar, þannig að ég þekki þetta félagaform nokkuð.

Það er annað hvort að fólkið telji OR sjálfseignastofnun eða að það hafi talið að þegar fyrirtækið var gert ohf. hafi afskiptum fulltrúa almennings lokið. Það sem hefur ekki breyst er að almenningur á ennþá fyrirtækið og óumdeilt er að fulltrúar almennings í þeim sveitarfélögum mynda stjórn þess.

Það virðist vera nauðsyn á að skerpa fyrir fólki hvert eignarhald á fyrirtækjum í almannaeigu er. Það verður best gert með lagaramma um opinber hlutafélög og öðrum um fyrirtæki í blandaðri eigu opinberra aðila og einkaaðila. Ég hef fyrr kallað eftir þannig lagaramma.

Í dag er sérstakur lagabálkur um einkahlutafélög og annar um hlutafélög. Svo var skotið inn hálfri málsgrein um opinber hlutafélög í hlutafélagalögin. Þó hlutafélagaformið henti vel til rekstrar opinberra fyrirtækja af ýmsu tagi er ekki þar með sagt að þau líkist fyrirtækjum á einkamarkaði við það eitt að breyta um rekstrarform, þó að margir láti þannig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband