Leita í fréttum mbl.is

Almennur lagarammi og reglurammi um allan opinberan rekstur

Fólk telur margt breytast við það eitt að breyta um rekstrarform. Allt í einu er talið að opinbert fyrirtæki þurfi ekki að sinna upplýsingaskyldu þegar það er gert að hlutafélagi, eða hlutsfélagi (opinber hlutafélög eða ohf. eru oftar en ekki með aðeins einn hlut).

Margt annað er greinilega talið breytast en mér er ekki ljóst hvernig breyting á rekstrarformi þýðir að allar reglur upphefjist, eða hverfi, eins og víða gerist.

Almennur reglurammi um opinberan rekstur er varla ofrausn þegar hið opinbera sinnir 40% alls rekstrar. Á  undanförnum 20 árum hafa komið fram fleiri form á þessum rekstri en áður var, og verða til fleiri á næstu árum. Allt er þetta samt enn opinber rekstur og hlýtur að fylgja reglum sem fylgja því að vera í eigu almennings.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband