Leita í fréttum mbl.is

Hver er hann, Dagur sá?

Hver er hann, dagur sá, er nú lítur okkur nær?

Hvar er hann, dagur sá, er nú, nú er okkur fjær?

- spurði Egill Ólafsson um það leyti sem Dagur, sonur Bergþóru og Eggerts leit nafna síns ljós. Hann tók móðurnafn til viðbótar við föðurnafn um það leyti sem hann var að brjóta sér leið í háskólapólitíkinni og er síðan nefndur Dagur B. Eggertsson.

Ég hef alltaf haft ótrú á fólki sem að öllu leyti hefur pólitískast í HÍ og farið beint þaðan í kerfisverk hjá sínum flokki eða á hans vegum. Það er komið að Degi að afsanna þessa ótrú fyrir mér og ég frýja honum ekki vits. Vilhjálmur Vilhjálmsson var maður margra góðra verka, en hann réð illa við stór mál.

Það sem helst vekur athygli núna er þó ekki Dagur, Svandís, Margrét eða Björn Ingi, heldur að Sjálfstæðisflokki tókst ekki að vera í meirihlutasamstarfi nema 17 mánuði eftir 12 ára setu R-lista.

Það tvennt verður ekki síður athyglivert að borgin verði í samstarfi félagshyggjuflokka og að forystumenn verða af annarri kynslóð en Vilhjálmur er.

Dagur er þegar farinn að sanna sig, því hann dregur Björn Inga upp úr flensunni. Það er greinilega ekki ónýtt að hafa lækni á stóli borgarstjóra. 


mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Kannski hann hafi gert þetta til að aðgreina sig frá Degi Eggertssyni arkitekt?

Manstu ekki eftir honum úr MH? Þú finnur hann í bókinni um Thorarensenættina, ekki langt frá þar sem ég er ... 

Elías Halldór Ágústsson, 11.10.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Sæll Elías.

Já, það gæti vel verið, enda ekki mörg ár á milli þeirra. Arkitektinn ljóshærði og brosmildi flutti út í lönd eins og Auður systir hans, en Ásgeir bróðir þeirra býr í bænum. Eggert Ásgeirsson kemur oft í Þjóðarbókhlöðu.

Svo biðst ég afsökunar á að hafa eytt færslu þar sem ein athugasemd kom frá þér um

Skilgreiningin er amerísk, en það er svo merkilegt að Íslendingar líkjast Bandaríkjamönnum í þessu máli eins og svo mörgum öðrum, fremur en Evrópumönnum. Við vorum um 1/1000 af mannfjölda Bandaríkjanna alla síðustu öld og erum það enn. Ég held að Andrés Magnússon hafi skrifað grein um þetta fyrirbæri í Viðskiptablaðið á fimmtudag.

Barnasprengjan í Evrópu var fyrst og fremst rétt eftir stríð þegar hermenn snéru til baka, en í Bandaríkjunum og á Íslandi var hún stöðug fram til um 1964. Ég eyddi færslunni vegna þess að hún var einfaldlega tvítekning, hún stendur ennþá hér fyrir ofan en með annarri fyrirsögn.

Sveinn Ólafsson, 13.10.2007 kl. 14:04

3 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Leiðrétting við málsgrein sem slitnaði:

Svo biðst ég afsökunar á að hafa eytt færslu þar sem ein athugasemd kom frá þér um baby-boom, sem stóð frá 1946-1964, þannig að við erum af þessari tegund.

Sveinn Ólafsson, 13.10.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband