14.10.2007 | 10:44
Myndir þú kaupa notaðan bíl af þessu fólki?
Ég ætla ekki að væna neinn borgarfulltrúa Reykvíkinga um óheilindi, ósannsögli eða óværu af neinu tagi. Það eru nógir aðrir í þeim slag.
Ég er hins vegar ekki sannfærður, eftir framgöngu þeirra allra undanfarna viku, að þeir séu nægilega vel í stakk búnir að stjórna því mikla fyrirtæki sem Reykjavíkurborg er.
Var þetta fólk það besta sem stjórnmálaflokkarnir gátu boðið upp á? Líklega hefur færni þeirra til að fyrta sem fæsta í sínum flokki fleytt þessu fólki áfram í prófkjörum. Góð kosningavél hlýtur að vera gulls ígildi, og greinilega freistandi að verðlauna vélstjórana með einhverjum ráðum að kosningum loknum.
Stjórnun opinbers rekstrar er jafn mikilvæg stjórnun og í einkafyrirtækjum.
Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíllinn væri ábyggilega stolinn!
Hjalti Garðarsson, 14.10.2007 kl. 11:23
Ef Vilhjálmur færi að tala um hvort hann hefði séð listann frá bifreiðarskoðuninni eða ef Gísli Marteinn segðist bera fullt traust til bílsins að þá tæki ég ekki veskið upp úr vasanum.
Ég held hins vegar að ég mundu treysta flestum í nýja meirihlutanum. Þó sumum betur en öðrum.
Ingólfur, 14.10.2007 kl. 12:06
"Ég er bara góður strákur."
- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, í sjónvarpsfréttum þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.