Leita í fréttum mbl.is

Fréttir komandi viku

Undanfarnar þrjár vikur hef ég boðið upp á sérstaka þjónustu, sem ég kalla Fréttir komandi viku.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að ég spáði ekki falli borgarstjórnarmeirihluta í síðasta pistli. Sá pistill var enda í styttra lagi. Þessi atburður setur náttúrulega mark sitt á næstu daga, ekki síst á þriðjudaginn 16. október þegar nýr borgarstjóri tekur formlega við. Það fer að fenna yfir þetta eins og annað þegar frá líður. Fólk sér fljótlega að það þarf að reka borgina svipað og áður og lítið svigrúm til stórra breytinga þar. Sjálfstæðismenn fara í hlutverk sem þeir höfðu í 12 ár og kunna vel.

Tvennt hefur fallið í skuggann á meðan:

  • Það fyrra er afgreiðsla fjárlaga með 16.000 milljóna króna aukafjárveitingum og 31.000 milljóna króna afgangi. Það kemur öðru fremur í ljós núna hvert er eðli stjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, vegna þess að í fjárlögum felst útfærsla á stefnumótun, framkvæmd á lögum.  Einhverjir kunna að hafa aðrar hugmyndir en að láta milljarðana 31 renna til að greiða niður skuldir.
  • Það seinna eru kjarasamningar um áramót. Það fer að hitna eitthvað í kolunum en enn má sjá Gylfa Arnbjörnsson og Vilhjálm Egilsson ræða í bróðerni fyrir framan Alþingishúsið.

Svo færist lif í lúkurnar.

  • Í næstu viku fyllist síðan bærinn af sérstöku fólki. Andstuttir Ameríkanar sem kunna eitt atviksorð og eitt lýsingarorð í ensku (wow, great!) og aðrir gestir sækja heim íslenska og erlenda rokkhunda á Airwaves.

Góðar stundir.


mbl.is Náttúruverndarmál rædd á Umhverfisþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband