Leita í fréttum mbl.is

REI ehf.

Borgarfulltrúar til hægri og vinstri hafa talað eins og þeir sem völdin höfðu og völdin munu fá þessa viku sem var að líða. Þeir telja sig geta skákað til REI og málum í OR eins og samviska þeirra býður. Nú er OR aðeins undir óbeinni stjórn kjörinna borgarfulltrúa, hvað sem verður í framtíðinni. Áhrif borgarfulltrúa eru þar með aðeins óbein, eins og ljóslega hefur komið fram.

Aðalbitbeinið, REI, er síðan fyrirtæki á vegum opinbers hlutafélags og annarra fjárfesta. Það er gert til að leiða saman þekkingu sem hefur skapast í vinnslu á jarðvarma og annarri orkuvinnslu annars vegar, og hins vegar fjármagn. Það fjármagn hefur bæði komið úr einkageira og opinbera geiranum. Inntak fyrirtækisins er því þekkingin á orkuvinnslunni. Hún er augljóslega bundin í kolli verkfræðinganna og annarra starfsmanna, og þeim skjölum sem þeir hafa búið til.

Ef viðbrögð nýs borgarstjórnar-meirihluta verða að ætla að binda þetta fyrirtæki í opinberri eigu, hvað er það þá sem heldur aftur af þessum starfsmönnum að stofna eigið fyrirtæki utan um starfsemina? Þeir vita að fjármagn úr einkageiranum muni standa þeim til boða.

Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir sé ég ekki neina meinbugi á þessu. Mér sýnist líklegt að fólk vilji síður vera í hlutverki bitbeinsins, og fremur að vinna að þeim hlutum sem það hefur gert vel. Bitbeinin hljóta að verða leið á að vera milli tannanna á fólki og vilja fá vinnufrið. Ef fjárfestarnir bíða við dyrnar er fátt til að halda aftur af þeim. Iceland Energy Invest ehf. getur þess vegna verið orðið til þegar þetta er skrifað.

Það vekur svo upp spurninguna, að ef REI var aðeins stofnað til að virkja þekkingu og átti aðeins að starfa erlendis, hvað er það þá sem stöðvar að stofnað verði hlutafélag án opinberrar þátttöku um þann rekstur? Málinu hefur verið stillt svona upp, og fyrst ekki er orðið til ehf. utan um reksturinn, má álykta að fleira hangi á spýtunni, eitthvað sem almenningur hefur ekki verið upplýstur um, almenningur sem á þó að heita eigandi bæði OR og stórs hluta HS. Einhver hluti skýringarinnar gæti verið umræddur samningur OR og REI.


mbl.is Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband