Leita í fréttum mbl.is

Fréttir komandi viku

Fréttafólk fæst við það skemmtilega verkefni að reyna að skýra ruglingslegan heim og endursegja okkur hinum hvað hafi gerst.

Ég er ekki bundinn af þessu, enda bloggari en ekki fréttamaður. Þess vegna get ég sagt frá því sem á eftir að gerast. Það er nokkur föstudagskeimur af þessu háttalagi.

Fréttir verða þar sem fréttafólk er. Enginn fréttamaður, engin frétt. Því fleira fréttafólk, því meira er skrifað. Það má því bóka að fylgst verður með hverju fótspori Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, sem heimsækir New York í næstu viku. Og ég vona svo sannarlega að íslenskir fréttalesarar hætti að gleypa andann á lofti í hvert skipti áður en þeir leggja í að bera nafn hans fram, þannig að skýrt heyrist. Ach-madín-edjad. Svo einfalt er það.

Annað nafn sem er oft illa borið fram verður í fréttum næstu viku. Portúgali nokkur er nefndur José Mourinho. Vangaveltur um atvinnu hans munu verða efni í fréttaumfjöllun, án þess að neinar fréttir af þeim berist. Það verður nóg að einhverjum íþróttafréttamanni detti til hugar að hann eigi vel heima á einum stað eða öðrum.

Af innlendum fréttum verður mikið sagt frá dópfundinum á Fáskrúðsfirði, en fréttir munu ekki berast þaðan, því þar eru engir fréttamenn. Hins vegar verður rætt mikið við alla sem vilja svara til um málið á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Kannski Austfirðingar gráti það ekki.

Í lok næstu viku færist nær mánudagurinn 1. október, þegar Alþingi kemur saman. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar munu fara að hljóma sem samstilltur hópur, en einstakir óbreyttir þingmenn þessara flokka fara að skipa sér í óánægjustellingar, án þess að vera alveg sammála stjórnarandstöðuflokkunum. Formaður fjárlaganefndar verður tíður gestur í fréttum.

Ég veit að þið vissuð um eitthvað af þessu, allavega flest ykkar. Ég vildi samt undirstrika að gúrkutíðin er búin.


mbl.is Rúmlega sextíu kíló af amfetamíni og e-töflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband