3.4.2010 | 10:42
Skammastín stjórnmálin
Þú skalt skammast þín. Það eru til nokkuð margir sem taka stjórnmál sem ástæðu til að segja fólki að skammast sín. Alltof margir ná ekkert lengra.
Þegar ég lærði í HÍ vann ég lengst af á nóttunni og hafði ekki há laun. Þá fór ég um á reiðhjóli og grænu korti. Þetta var ekki lífstíll á þann hátt að ég hafi valið mér að vera skjálfandi á hjólinu í vetrarveðrum eða bíða langdvölum eftir vagni lengst vestur á Nesi. Ég hafði ekki efni á öðru.
Þá fékk ég nokkuð oft að heyra fólk tala fjálglega um umhverfismál og hvernig bíleign væri svo voðaleg og enginn ætti að fara um á bíl. Síðan keyrði þetta fólk burt og ég hjólaði minn veg. Mér lærðist að það væri til sérstök tegund siðfræði þar sem maður kenndi öðrum og færi svo sjálfur aðra leið.
Þetta fólk þarf öðrum fremur að segja öðru fólki að skammast sín, sama hvað gerist. Skammastín ef þú notar plastpoka (voðalegt), skammastín ef þú notar rafmagn (gildir einu hvernig það er framleitt, viðkomandi hefur heyrt svakalegar sögur frá Danmörku), skammastín ef þú keyrir jeppa þó það sé á Íslandi (sér maður Dana keyra jeppa?), skammastín bara.
Getur verið að þó við næðum að búa til rafmagn á umhverfisvænasta hátt sem til er, hafa bestu vatnsvernd í Evrópu, hreinna loft og öfundsverða stjórn á veiðum, þá myndi þetta fólk finna það hjá sér að segja okkur að skammast okkar? Ég varpa þessu fram sem spurningu, ef við næðum þessum markmiðum, hvað myndi þá gerast?
Takmörk þessa umvöndunar eru augljós. Fólki lærist fljótt að vandinn liggur hjá þeim sem er alltaf að segja öðrum að skammast sín og það er nokkurn veginn ekkert sem hægt er að byggja á þessari afstöðu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Umhverfi, Umhverfismál | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 3.4.2010 kl. 11:13
Ja, Sveinn er svona nokkuð stjórnmál. Er þetta ekki bara fjandans nöldur og pex í geðstirðum smámennum?
Farðu varlega í páskaeggin.
Kveðja góð.
K.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.