Færsluflokkur: Sjónvarp
13.4.2009 | 18:10
Endursýningar endalaust
Nú styttist í okkar íslensku nóttlausu voraldar veröld eins og Tómas kvað. Íslenska ríkissjónvarpið virðist ætla að búa okkur undir þessa tíð með endalausum endursýningum. Ég hef þess vegna lítið horft á það sem þar hefur verið í boði.
Það breytist í kvöld þegar Skaupið 2006 verður endursýnt. Hvers vegna gátum við ekki verið meira eins og Hannes Smárason?
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 21:51
Mótmælin 30. mars 1949 sem skrípamynd
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 08:10
Þrjótagæskan
Það er talað um aumingjagæsku í þjóðfélaginu. Mér sýnist miklu meira um þrjótagæsku. Fyrir nokkrum árum hefði ég kallað þetta Kioísku, en núna er nær að nefna þetta Kallabjarnaísku.
Þá kemur þrjóturinn í sjónvarp og segist saklaus af öllum ásökunum. Svokallaðir fréttamenn hafa ekki fyrir að skoða sakirnar heldur leyfa þrjótunum að væla og setja sig í hvolpastellingar, horfa tárvotum augum framan í þjóðina og fá ofurskammt af samúð.
Þetta er skylt því heilkenni þjóðarinnar að vera í orði kveðnu mótfallin afbrotum en dást undir niðri að afbrotamönnum ef þeir eru nógu töff. Fáir dásama kók- og spíttneyslu í orði, en sumir vita svo ekkert flottara en að hafa spítthaus nærri sér, gangandi mótormunn, einhvern sem aldrei hefur farið að sofa svo vitað sé.
Spíttararnir eiga meira að segja sinn eigin heimspeking sem skrifar eins og Kerouac á bensedríni um það hvernig þjóðfélagið er allt eins og Stalín spáði. Svo kemur hann í spjallþátt á RÚV. Þáttastjórnandinn, sem lítur út eins og Tweedledee fer að skríkja og segir að heimspekingurinn hafi hraðan heila. Heimspekingurinn má varla vera að því að þakka, nuddar á sér nefið í nítugasta skiptið á korteri og heldur áfram manískri ræðunni um allt og ekkert.
Afbrotamenn eiga skilda samúð og umönnun en það er engin þörf að lyfta þeim á stall. Spítthausar eru úldin tuska. Þrjótagæskan er ein hlið á löghlýðinni millistétt sem vill fá spennufíkn svalað með því að fylgjast með töffurum sem lifa svaðalegar en fólkið gerir sjálft. Önnur hlið á þeim peningi er að dást að listamönnum meira eftir því sem þeir lifa í meira sjálfskaparvíti.
Sjónvarp | Breytt 4.4.2008 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2008 | 20:24
Morðingi Nönnu Birk Larsen
Þegar þetta er skrifað eiga allir góðir Forbrydelsen-aðdáendur að sitja límdir fyrir framan skjáinn, samanber það fornkveðna:
Krumminn á skjánumkallar hann inn
sestu nú við sjónvarpstækið
sjónvarpsþrællinn minn
Þá kemur í ljós hið rétta eðli jafnaldra míns, Vagns Skærbæk.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2008 | 23:38
Eniga meniga, allt snýst orðið um peninga
Ég fór einu sinni á tónleika með Megasi. Þetta var í hátíðarsal MH og þeir hétu Drög að sjálfsmorði. Næstu árin bar lítið á skáldinu. Mér kom á óvart þegar ég heyrði árið eftir að hann hefði kvatt þennan heim, því daginn áður hafði ég séð hann á sýningu í Fjalakettinum.
Nú eru haldnir tónleikar með Megasi í nafni Kreditkorta, held ég. Ég fer að minnsta kosti ekki.
Það kemur undurfurðulega við mig að sjá auglýsingu fyrir fjármálastofnun undir lagi og ljóði Ólafs Hauks, Eniga meninga, sem Olga Guðrún söng. Á yfirborðinu var þetta barnalag en ég held að það hafi átt að vera ógurlega pólitískt, enda átti pólitíkin erindi til allra. Var það ekki ádeila á neysluhyggju?
Æi, það eru 30 ár síðan. Og nú eiga allir nóg af peningum. Eða, vilja það að minnsta kosti.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 08:28
JFM í stuði í Silfrinu
Framganga Jakobs Frímanns Magnússonar í Silfri Egils vakti athygli mína. Mér varð ljóst af hverju hægrikratar hafa verið úti í kuldanum síðasta áratug.
Þeir uxu í skjóli Jóns Baldvins Hannibalssonar í Viðeyjarstjórninni, sem stundum var nefnd ný Viðreisn. Hlutverk hennar var að losa um höft atvinnu- og viðskiptalífs í landinu. Í hennar tíð klofnaði Alþýðuflokkur í tvennt, þar sem sumir hægrikratarnir voru orðnir kaþólskari en páfinn og tóku að sér það hlutverk að vera meiri frjálshyggjumenn en Sjálfstæðismenn þorðu að viðurkenna.
Þetta hlutverk tók Jakob með glæsibrag í Silfrinu. Hann gekk skrefi lengra en Pétur Blöndal hafði þorað og skammaði þá sem höfðu eyðilagt þessi fínu viðskiptatækifæri að selja þekkingu Orkuveitunnar.
Þetta gerist þegar flestir eru sannfærðir um að þar var ekkert annað í gangi en að færa ákveðnum aðilum það sem byggt hafði verið upp hjá fyrirtækinu, á silfurfati.
Jakob má eiga það að hann var enn í stuði.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2008 | 21:50
BAFTA: Verðlaunin fyrir dagskrárstjórn varla til RÚV
Mér kom nokkuð á óvart að RÚV ætlaði að sýna frá afhendingu BAFTA-verðlauna en byrja ekki útsendinguna fyrr en nokkuð langt var liðið á hana.
Hugmyndin hefur líklega verið að taka athöfnina upp og sýna með seinkun. Það er ekki glæný tækni, heldur hefur hún verið stunduð í rúm 40 ár. Það var þetta sem ýtti á framleiðslu myndbanda á sjöunda áratugnum.
Eitthvað hefur farið úr skorðum þannig að við sáum beina útsendingu og aðeins það litla sem var eftir þegar Forbrydelsen hafði runnið sitt skeið. Meðan ég man, Forbrydelsen hefur löngu verið til lykta leidd í Danmörku og morðinginn er ... æi, nei, best að bíða með þetta.
Við skulum telja okkur lukkuleg að sjá síðasta hálftímann af BAFTA en ekki þann fyrsta.
Sjónvarp | Breytt 11.2.2008 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 22:04
Bagdad Café dubbuð á þýsku!
Ég horfi ekki á óþýskar myndir í Þýskalandi. Ástæðan: Þær eru dubbaðar á þýsku.
Það er hægt að sjá myndir ódubbaðar í einhverjum leynilegum lókölum, skilst mér, eða einu sinni í viku á stærri kvikmyndasöfnum.
Nú er Out of Rosenheim (Bagdad Café) komin dubbuð á þýsku í sjónvarpið. Æi, nei, þetta horfir maður ekki á. Eins og þetta er annars góð mynd.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 23:27
Zizek á spítti
Margir hafa sagt mér hversu frábær fyrirlesari Zizek sé.
Ég hef samt ekki látið vera af því að hlusta á manninn því það sem hann skrifar er fyrir mér það sama og svo margir franskmenntaðir vinstrimenn skrifa. Fyrir mig er þar fátt nýtt.
Margir þeirra hljóma sem umbótasinnaðir menn en eru í raun íhöld, eins og Einar Már Jónsson. Þetta eru fínir stílistar. Þeir taka heimsatburði sem einhvers konar ímyndun, tilbúna í sjónvarpi og telja að heimurinn sé að sveigjast aftur að sovétinu. Fyrir marga þeirra er sovétið það eina raunverulega, það eina sem hönd er á festandi. Þeir eru búnir að vera í eftirsjá síðan Múrinn féll.
Nú sá ég hann í Silfrinu, miðaldra sófakomma á spítti, annað hvort því innbyggða eða aðkeyptu, en alger mótorkjaftur. Ég held að maður þyrfti viskíflösku til að halda hann út í nálægð.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2008 | 08:12
Að fá Ólínu til að dæma um húmor
Að fá Ólínu Þorvarðardóttur til að meta hvað sé gott og gilt hjá Spaugstofu er líkt og að fá Atla Heimi Sveinsson til að dæma Rolling Stones.
Bæði hefur verið reynt og bæði er jafn fánýtt.
Spaugstofan sér ekki eftir neinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar