Leita í fréttum mbl.is

Zizek á spítti

Margir hafa sagt mér hversu frábær fyrirlesari Zizek sé.

Ég hef samt ekki látið vera af því að hlusta á manninn því það sem hann skrifar er fyrir mér það sama og svo margir franskmenntaðir vinstrimenn skrifa. Fyrir mig er þar fátt nýtt.

Margir þeirra hljóma sem umbótasinnaðir menn en eru í raun íhöld, eins og Einar Már Jónsson. Þetta eru fínir stílistar. Þeir taka heimsatburði sem einhvers konar ímyndun, tilbúna í sjónvarpi og telja að heimurinn sé að sveigjast aftur að sovétinu. Fyrir marga þeirra er sovétið það eina raunverulega, það eina sem hönd er á festandi. Þeir eru búnir að vera í eftirsjá síðan Múrinn féll.

Nú sá ég hann í Silfrinu, miðaldra sófakomma á spítti, annað hvort því innbyggða eða aðkeyptu, en alger mótorkjaftur. Ég held að maður þyrfti viskíflösku til að halda hann út í nálægð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Svavarsson

Skemmtilegur!

Hörður Svavarsson, 30.1.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Svona menn voru til hér á landi fyrir um 30 árum síðan. Hvert hurfu þeir eiginlega?

Júlíus Valsson, 31.1.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Magnús Unnar

Ég sá einmitt fyrirlestur sem hann hélt hér í fyrra. Skemmtileg lýsing á karlinum. Ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið þarna.

Magnús Unnar, 31.1.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband