Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Enski boltinn

Er FA-cup einnig að breytast í músabikar?

Hér má gjarnan leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér, en eru aðeins tvö úrvaldsdeildarlið í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar (FA cup)?

Þetta er elsta knattspyrnukeppni í heimi. Kannski er að fara fyrir henni eins og þeim liðum sem unnu hvað mest á fyrstu árum hennar, en mér sýnist hún vera orðin að afgangsstærð hjá stjórum liðanna í úrvalsdeild.

Það er ofurskiljanlegt að lið í neðri hluta deildarinnar leggi ofuráherslu á að hanga þar og falla ekki, og leyfa bikarleikjum að mæta afgangi. Það er einfaldlega of mikið í húfi.

Liðin í efri hlutanum senda yngri menn í bikarkeppnina.

Hún er orðin að aukaatriði. 


mbl.is Tveir leikir í bikarnum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enska úrvalsdeildin óensk

Nú spilar 331 maður í ensku úrvalsdeildinni (Premier League) sem ekki eru breskir. Þeir voru 11 við upphaf deildarinnar 1992.

Deildin hefur nú um helming tekna sinna utan heimalandsins. Deildin var stofnuð utan um það sem enskur fótbolti var orðinn þegar fyrir aldamótin 1900. Hann var afþreying fyrir fólk, eins og kvikmyndir, leikhús eða hvaða önnur íþrótt sem er.

Þess vegna kemur fram tillaga um að spila hluta leikja annars staðar. Þetta hefur verið reynt áður. Á sjöunda áratugnum voru mynduð sérstök ensk lið til að spila í Bandaríkjunum yfir sumarið. Þá var sumarhléið lengra en núna.

Þegar deildin var mynduð réðu peningar þegar öllu um hvernig var spilað. Þá skipti mestu miðasala á völl og sjónvarpstekjur innanlands. Helgar og aðrir helgidagar skiptu öllu máli, eins og sést á leikjafjölda um jól og nýár. Nú skipta sjónvarpstekjur erlendis og munasala (treyjur og annar varningur merktur liðinu) mestu. Deildin breytist.


Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband