Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.6.2012 | 21:19
Álheiður þingmaður?
Moggi skrifar:
Álheiður Helgadóttir alþingismaður gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir skömmu fyrir að standa ekki nægilega vel að verki við þrif á Austurvelli.
Hver ætli þessi kona sé?
Borgin gerir átak í þrifum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2012 | 17:28
Economist notar Iceland og screwed í sömu setningu
Í umfjöllun um endurskipulagningu banka segir Economist:
As Simon Gleeson of Clifford Chance, a law firm, points out, no government will care as much about treating foreign creditors fairly as it cares about compensating its own people. Iceland, which screwed its banks foreign creditors in favour of domestic depositors, is a case in point. (Reshaping banking : The retreat from everywhere. Economist, 21 April 2012).
Ég geri ráð fyrir að orðalagið sé ættað frá hr. Gleeson en skilaboðin eru augljós.
15.3.2012 | 09:01
Hagfræðingar og krónan
Fyrir hrun komu hingað til lands margir lukkuriddarar, ríkir og fátækir eftir ástæðum. Árið 2008 þornaði undan mörgum þeirra og þeir hurfu á aðrar slóðir. Eftir hrunið komu hingað lukkuriddarar af öðru tagi. Flestir þeirra voru vel meinandi og margir vildu hjálpa landi sem hafði lent í erfiðleikum. En sameiginlegt með þeim öllum var að þeir ætluðu að nota sér ástand sem hafði skapast sem síðan hefur endurtekið sig víða í Evrópu. Hér var þjóð sem hafði lent í áfalli.
Þá kemur að ævintýrinu um hagfræðingana og krónuna. Eftir hrun hefur aftur myndast það ástand í landinu að þó að landið hafi í orði kveðnu aðeins einn gjaldmiðil, hafa sumir aðgang að krónu á einu gengi en aðrir á öðru. Ég ólst upp við þetta ástand og þekki það í hörgul. Einhverjir hafa komið þessu ástandi á og það vegna þess að þeir hafa hag af því. Þar sem er hagur, þar eru hagfræðingar.
Þá skulum við segja söguna af hagfræðingunum fjórum, sem við köllum Sheldon, Leonard, Howard og Raj, vegna þess að við ætlum að segja söguna líka utan landsteinanna. Leonard verður félagi Sheldons og kynnist þess vegna gjaldmiðlinum sem flytur inn hinum megin gangsins, sem við skulum kalla Penny, svona eins og ein eða tvær krónur. Hagfræðingarnir eru allir snillingar en eiga í erfiðleikum með að aðlagast samfélaginu, sem er of ófullkomið fyrir snilldina í þeim.
Sheldon er seðlabankastjóri og hefur eigin skoðanir á flestu sem gerist í landinu og aðrir landsmenn deila ekki þeim skoðunum. Leonard er aðalhagfræðingur og reynir hvað hann getur að lifa í sátt og samlyndi við gjaldmiðilinn Penny. Howard er fjármálaverkfræðingur sem hefur verið fenginn til að sjá um peningaflæði í geimnum, og Raj er ofursnjall þjóðhagfræðingur sem rannsakar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Samskipti Sheldons við venjulegt fólk fara einungis fram þannig að hann minnir á hversu ofursnjall hann er og hversu lítið almenningur skilur. Raj getur ekki talað við aðra en hagfræðinga, nema að fá sér fyrst í glas. Howard er svo áfram um að sýna okkur geimhagfræðina sína að að er svolítið krípí. Leonard virðist eiga best með að eiga samskipti við fólk, en samskiptin milli hans og gjaldmiðilsins Penny markast af því að Penny finnst hún ekki alveg nógu sniðug fyrir svona snjallan hagfræðing.
Raunveruleikinn er allur annar, eins og allir þekkja sem hafa lesið þetta ævintýri. Í raun þoldi Leonard ekki Sheldon og flutti út viku síðar. Hinum megin við ganginn bjó stór og mikill klæðskiptingur og Leonard kynntist aldrei gjaldmiðlinum Penny.
Þannig er það líka með raunveruleikann á Íslandi. Verðbólgumarkmið er 2,5% en um leið og það næst er hún rokin upp aftur. Krónan er ekki tæk í viðskiptum utan landsteinanna. Ekki er hægt að fara með meira en 1900 pund úr landi öðruvísi en að fá uppáskrifað leyfi hjá landsfeðrunum. Allar neysluvörur sem eru að meira eða minna leyti keyptar erlendis frá urðu 40% hærri við hrun og munu hækka aftur ef höftum verður létt af krónunni, sem er raunástandið. Einnig innlendar vörur, því að íslenskt búfé nærist á innfluttu kjarnfóðri, bændur nota innfluttan áburð, innfluttar dráttarvélar og íslenskir útgerðarmenn verða að kaupa olíu, veiðarfæri og flestan tækjabúnað erlendis frá.
Raunveruleikinn er að við erum ofurháð viðskiptum við löndin í kringum okkur. Um og yfir helmingur tekna og útgjalda er fenginn með þessum viðskiptum, og af því eru tæp 75% með viðskiptum við lönd Evrópusambandsins. Það er hagur annarra en almennings sem ræður því að krónan er notuð hér á landi. Skylda löggjafans er að vinna fyrir hagsmuni Íslendinga. Það gera þúsundir hér á landi á hverjum degi og telja það sjálfsagt.
Höfundur lærði hagfræði hjá Seðlabankastjóra og er hluti af afar fámennum hópi sem náði prófi hjá honum.
20.2.2012 | 10:18
Nafnið Ermenga: andstæðan við nafnið Hreinn Loftsson?
Nöfnin Ermenga og Úlftýr samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2012 | 04:35
Skólabókasöfn og valdamesta fólk heimsins
19.12.2011 | 04:35
Ekki rónrí lengur, Kim Jong-il fallinn frá
18.7.2011 | 15:21
Vekur athygli í Ameríku
Það vekur athygli hvað starfsaðferðir stjórnlagaráðs eru opnar. Silja Bára fær plús í kladdann hjá blaðamanni Time í þessari grein, sem er alls ekki leiðinleg aflestrar.
- Grein um stjórnlagaráð í Time - 4. júlí 2011
Ég kræki á þetta gegnum ProQuest vegna þess að ég fann greinina þar. Aðgangur er opinn alls staðar á Íslandi, sjá betur á hvar.is.
Drög að nýrri stjórnarskrá lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2010 | 16:20
Útlandakjördæmið
Ef það er rétt, þá er kominn sístækkandi hópur fólks sem er afar langt frá miðstöðvum valdsins, sem eru Íslendingar með kosningarétt sem búa tímabundið erlendis. Þau eiga þá væntanlega að fá enn meiri kosningarétt, fjórfaldan eða sexfaldan miðað við Reykvíkinga og Kragabúa, sem eru með helming þess réttar sem Árborgarbúar, Keflvíkingar og Skagamenn hafa, eða um það bil.
Útlandakjördæmið með um 3-4000 kjósendur ætti þá að hafa þrjá til fjóra þingmenn.
6.4.2010 | 17:29
101-veikin
Það hefur ekki vantað að fólk sýni miðbæ Reykjavíkur umhyggju. Það er spurning hvort sú umhyggja hafi alltaf skilað fólki betri bæ.
Það er rétt sem sagt er að helmingur af öllum störfum á höfuðborgarsvæðinu er vestan Kringlumýrarbrautar, meðan einn fjórði íbúa svæðisins býr á sama svæði. Lausnin sem hefur verið fundin hingað til, að byggja fleiri íbúðir á svæðinu, hefur ekki breytt þessari stöðu. Spurningin er eins og alltaf, hver er vandinn?
Rætt er um að byggja íbúðir fyrir allt að 20.000 manns á svæðum við höfnina og Hlemm. Á báðum stöðum verður einnig mikil uppbygging á atvinnuhúsnæði, enda er svæðið eftirsótt jafnt fyrir íbúðir sem starfsemi. Þá má óska þess að íbúar þarna vinni á svæðinu en það er eitthvað sem er alls ekki á hendi skipulagsyfirvalda og miðað við reynslu í Evrópu er það ekki raunin.
Þau svæði þar sem á að þétta byggð eru nú þegar þéttust fyrir. Fimmfalt fleiri búa á hverjum hektara í 101 en í dæmigerðu úthverfi. Fólk sem þannig býr hefur séð afskaplega mikið eftir grænum blettum og leiksvæðum sem hafa myndast þar sem lóð hefur verið óbyggð, Mikil ásókn í hefur verið í óbyggðu lóðirnar hvar sem slíkir blettir eru í gamla austurbænum og vesturbænum.
Þéttleikanum fylgir miklu meira álag fyrir íbúa miðað við að búa í úthverfi og spurning er hvort meta megi lífsgæði þannig að þau innifeli tryggingu fyrir leiksvæði fyrir börn, minni umferð en nú er, minni ágang vegna útigangsfólks, minni ágang vegna athafnafólks með miklar hugmyndir um næsta umhverfi þeirra sem þarna búa? Þarf að gæta að lífi þessa fólks sem þarna býr? Ef bætast við tugir þúsunda í vesturbæ Reykjavíkur auk stóraukinnar atvinnustarfsemi við höfnina, þá fer sú umferð sem myndast um tvær götur, Hringbraut og Mýrargötu. Segi hver sem vill og horfi framan í íbúa þar, að það sé í lagi.
Reynslan af borgum þar sem íbúafjöldi stendur í stað sýnir að hófleg og lítil atriði eins og aukin gróðursetning trjáa, fleiri græn svæði og varleg uppbygging hefur aukið lífsgæði og borgargæði. Við sem búum á þessari eyju stöndum núna frammi fyrir þeirri staðreynd að næstu árin mun fjölgun ekki verða teljandi og alls ekki í líkingu við það sem búist var við fyrir fjórum árum. Dæmið hefur hreinlega snúist alveg við og forsendur gerólíkar frá því sem áður var.
Þegar þéttingin þýðir að störfunum fjölgar hraðar en íbúunum er rétt að skoða aðrar lausnir. Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnuveitandinn á svæðinu. Er fljótlegra að borgaryfirvöld flytji meira af starfsemi sinni austur fyrir Kringlumýrarbraut en að byggja hátimbraðar skipulagshugmyndir ofan á þær íbúðir sem nú standa tómar við höfnina?
3.4.2010 | 10:42
Skammastín stjórnmálin
Þú skalt skammast þín. Það eru til nokkuð margir sem taka stjórnmál sem ástæðu til að segja fólki að skammast sín. Alltof margir ná ekkert lengra.
Þegar ég lærði í HÍ vann ég lengst af á nóttunni og hafði ekki há laun. Þá fór ég um á reiðhjóli og grænu korti. Þetta var ekki lífstíll á þann hátt að ég hafi valið mér að vera skjálfandi á hjólinu í vetrarveðrum eða bíða langdvölum eftir vagni lengst vestur á Nesi. Ég hafði ekki efni á öðru.
Þá fékk ég nokkuð oft að heyra fólk tala fjálglega um umhverfismál og hvernig bíleign væri svo voðaleg og enginn ætti að fara um á bíl. Síðan keyrði þetta fólk burt og ég hjólaði minn veg. Mér lærðist að það væri til sérstök tegund siðfræði þar sem maður kenndi öðrum og færi svo sjálfur aðra leið.
Þetta fólk þarf öðrum fremur að segja öðru fólki að skammast sín, sama hvað gerist. Skammastín ef þú notar plastpoka (voðalegt), skammastín ef þú notar rafmagn (gildir einu hvernig það er framleitt, viðkomandi hefur heyrt svakalegar sögur frá Danmörku), skammastín ef þú keyrir jeppa þó það sé á Íslandi (sér maður Dana keyra jeppa?), skammastín bara.
Getur verið að þó við næðum að búa til rafmagn á umhverfisvænasta hátt sem til er, hafa bestu vatnsvernd í Evrópu, hreinna loft og öfundsverða stjórn á veiðum, þá myndi þetta fólk finna það hjá sér að segja okkur að skammast okkar? Ég varpa þessu fram sem spurningu, ef við næðum þessum markmiðum, hvað myndi þá gerast?
Takmörk þessa umvöndunar eru augljós. Fólki lærist fljótt að vandinn liggur hjá þeim sem er alltaf að segja öðrum að skammast sín og það er nokkurn veginn ekkert sem hægt er að byggja á þessari afstöðu.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar