Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Vinsældir Kiljansnafnsins í Frakklandi

Mannanafnalögum var breytt í Frakklandi fyrir um tuttugu árum. Þá kom í ljós að þjóðin var þyrst í breytingar. Árið 1992 var nafnið Kevin vinsælast með drengbarna, og hafði ekki verið talið franskt nokkrum árum áður, eins og sjá má á Meilleurs Prenoms.

Nú er annað nafn, skylt Kevin, nokkuð vinsælt í Frakklandi eins og sjá má á grafinu sem fylgir hér. Það er nafnið Killian. Halldór hefur líklega lítið með þetta að gera, því hann er þekktur undir Laxness-nafninu af þeim sem nú lesa hann.

Dýrlingurinn Killian var írskur trúboðsbiskup og má sjá minjar um hann víða um Evrópu. Nafnadagur Killians er 8. júlí.

Á nafnadag gefa franskir foreldrar börnum gjarnan litlar gjafir og halda upp á daginn sem eins konar auka-afmælisdag.

Smellið á grafið til að sjá það stærra.

Vinsældir Kiljansnafnsins


mbl.is Piu og Sven hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man Utd.-aðdáendur að hvetja City?

Þegar þetta er skrifað er staðan Man City 1-2 Arsenal í seinni hálfleik. Heyrst hefur í Man United-aðdáendum í Englandi að hvetja City í stöðunni! Öðruvísi mér áður brá.

Annars hittast United og City í Manchester næstu helgi. Þann 6. febrúar 2008 verða 50 ár liðin frá flugslysinu í München, þegar lunginn úr Man United liðinu fórst.


mbl.is Arsenal í toppsætið eftir sigur á Man City, 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nóg til af heitu vatni?

Fyrsta áhyggjuefni fólks varðandi Orkuveituna er líklega hvort það sé til rafmagn á heimilinu og síðan hvor það sé til heitt vatn þar. Þetta er ansi fjarlægt áhyggjuefni, eða hvað? Nóg til af rafmagni í landinu og mörg ár síðan síðast varð rafmagnslaust í betri hverfum Reykjavíkur lengur en nokkar mínútur.

Ég velti þó fyrir mér heita vatninu. Ef það þarf að skrúfa fyrir sundlaugar við 10° frost, hvað þá ef hér kemur alvöru kuldakafli? Meginhluti þjóðarinnar býr kringum 64° norðlægrar breiddar. Þar ríkir 20-40 gráðu frost meginhluta vetrar á öðrum slóðum en við Golfstrauminn og ekkert sem útilokar að hér komi nokkurra vikna kafli með 10-15 gráðu frosti. Hvað þarf að skrúfa fyrir þá?

Ég hélt að með tilkomu Nesjavallavirkjunar, þegar kælivatn af hverflum hennar bættist við heitavatnsbúskap Orkuveitunnar (þá HR) hefði komið nóg af heitu vatni. Síðan þá hefur fjölgað á svæði Orkuveitunnar, en einnig komið viðbótarvatn af Hellisheiðarvirkjun.


mbl.is Fundargerðir Orkuveitunnar birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband