16.4.2009 | 06:57
Hvernig hefði þetta orðið með hærri sköttum?
Ein af kennisetningum þeirra sem hafa ráðið ferðinni undanfarin 18 ár er að einkarekstur verði alltaf hagkvæmari en opinber rekstur. Þar liggi ábyrgðin hjá þeim sem taki áhættuna, og að þau sömu reyni alltaf að reka allar einingar á sem hagkvæmastan hátt. Þetta þýði að því meiri einkarekstur, því betra fyrir þjóðfélagið í heild þar sem skilvirkni aukist. Ríkara þjóðfélag geti síðan skilað meiri skatttekjum til rekstrar á vegum hins opinbera, en þá eigi það helst að bjóða út þann rekstur.
Mörgum af hægri vængnum þykir margur opinber rekstur fremur fánýtur eins og sjá má af tekjum umönnunarstétta, ummælum um bruðl á vegum hins opinbera og hugsjón þeirra að losa sem mest af þessum rekstri frá hinu opinbera.
Það fylgir þessari hugsjón að segja að hærri skattar séu slæmir því þeir taki fé af fólki sem myndi nota þá til nytsamlegri hluta en hið opinbera gerir. Þetta er alveg rétt ef hið opinbera hagar sér eins og fáviti. Það eru mörg dæmi þess en þetta er engan veginn algild regla.
Ég lít til dæmis núna á yfir þúsund tómar fullbyggðar íbúðir og annað eins sem er í byggingu. Ef þrjú þúsund íbúðir standa tómar eða hálfbyggðar og annað eins magn atvinnuhúsnæðis má ætla að þar liggi jafnvirði 100-150 milljarða.
Ef þetta fé hefði ekki farið í byggingar einkaaðila heldur til hins opinbera væri það komið nýja sjúkrahúsbyggingu Landspítalans, Sundabraut, Norðfjarðargöng eða eitthvað álíka.
Ef þér finnst allt sem hið opinbera gerir versta bruðl þá er þér líklega sama. Ef ekki, þá ertu líklega til í að skoða dæmið betur. Það er ekkert lögmál að opinber rekstur sé verri en einkarekstur. Ef maður rekur opinbera stofnun illa, þá er það þannig. Ef maður rekur einkafyrirtæki illa, þá er það á hinn veginn.
Lærdómurinn sem ég dreg er að það skiptir máli hvernig allt er rekið og það er ekki síður mikilvægt að fá gott fólk í opinberan rekstur en í einkareksturinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Umhverfi, Viðskipti og fjármál | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.