Leita í fréttum mbl.is

Að fara verr með fé en fullur sjóari

Því er haldið fram að Íslendingar hafi haft stjórn á eigin gjaldmiðli síðan á þriðja áratugnum, í um 80 ár. Það er fullkomlega ofsagt.

Meðferðin á krónunni líkist aðeins svipugöngum. Þó að þetta hafi hjálpað til að halda uppi háu atvinnustigi í landinu þá gerir það ekki lengur, enda eru ástæður atvinnustigsins að hér búa fáir og lengi þurfti marga til að vinna úr fiski og öðrum auðlindum. Verðbólgan var látin hjálpa til að halda launum niðri sem gerði það auðveldara að ráða fólk.

Á þessum 80 árum hafa sambærilegir gjaldmiðlar á Norðurlöndum tapað gildi sínu en íslenska krónan hefur tapað verðgildi tvöþúsundfalt hraðar. Í árdaga heimastjórnar á Íslandi fóru fjárlög hér á landi í fyrsta skipti yfir milljón krónur. Það samsvarar 10.000 krónum í dag. Þó að framkvæmdir hafi verið margfalt minni voru þessar krónur notaðar til að greiða laun og eftirlaun hundraða, sumu af því hæst launaða fólki sem þá var á landinu.

Einhverjir hafa látið svo um mælt að krónan sé metin eins og Matadorpeningar. Það hefur þó ekki heyrst að þar standi til að skera tvö núll aftan af gjaldmiðlinum eins og gert var hér 1. janúar 1981, í tíð 50% verðbólgu. Þessi aðferð var notuð til að styrkja atvinnuvegina en þýddi að 3000% launahækkanir (30-földun) launa á 20 árum eyddist í 3000% verðbólgu. Þúsund króna laun hækkuðu í þrjátíuþúsund en á sama tíma varð hver þúsundkall þrjátíu sinnum minni að verðgildi, þannig að launþegar stóðu með sama kaupmátt eftir tuttugu ára baráttu og vinnu, gátu keypt það sama fyrir þrjátíuþúsundkallinn eins og þau höfðu getað gert tuttugu árum áður fyrir þúsundkallinn, fyrir sömu vinnu.

Afleiðingin tók nokkurn tíma að koma fram að fullu en endaði á því að enginn treysti gjaldmiðlinum. Þetta átti þátt í að þjóðin eyddi meiru en fullur sjóari, því sjóarinn hættir yfirleitt að eyða þegar peningarnir eru búnir, fer á sjóinn og reynir að afla meira. Þjóðin hélt áfram að eyða. Farið var fram á hengiflugið. Stjórnendur teymdu hana síðan fram af í október 2008.

Um stund var þjóðin í frjálsu falli en hugsaði að þetta væri ekki svo slæmt. Þetta verður ekki slæmt fyrr en þjóðin er kominn í botn gljúfursins. Landsmenn eru þessa stundina að sjá hluta af þessu falli á skattframtölum fyrir árið 2008. Þetta mun halda áfram á næsta skattframtali.

Það slæma við þetta er ekki bara rekstrarumhverfi þar sem það skiptir engu hvað fólk leggur sig fram, þá verða utanaðkomandi þættir yfirsterkari. 

Það slæma er líka að gengisbreytingar krónunnar hafa ekki verið annað en dulbúin skattheimta og eignatilfærsla, framkvæmd af fólki sem átti að bera ábyrgð á ríkisfjármálum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband