3.4.2008 | 08:10
Þrjótagæskan
Það er talað um aumingjagæsku í þjóðfélaginu. Mér sýnist miklu meira um þrjótagæsku. Fyrir nokkrum árum hefði ég kallað þetta Kioísku, en núna er nær að nefna þetta Kallabjarnaísku.
Þá kemur þrjóturinn í sjónvarp og segist saklaus af öllum ásökunum. Svokallaðir fréttamenn hafa ekki fyrir að skoða sakirnar heldur leyfa þrjótunum að væla og setja sig í hvolpastellingar, horfa tárvotum augum framan í þjóðina og fá ofurskammt af samúð.
Þetta er skylt því heilkenni þjóðarinnar að vera í orði kveðnu mótfallin afbrotum en dást undir niðri að afbrotamönnum ef þeir eru nógu töff. Fáir dásama kók- og spíttneyslu í orði, en sumir vita svo ekkert flottara en að hafa spítthaus nærri sér, gangandi mótormunn, einhvern sem aldrei hefur farið að sofa svo vitað sé.
Spíttararnir eiga meira að segja sinn eigin heimspeking sem skrifar eins og Kerouac á bensedríni um það hvernig þjóðfélagið er allt eins og Stalín spáði. Svo kemur hann í spjallþátt á RÚV. Þáttastjórnandinn, sem lítur út eins og Tweedledee fer að skríkja og segir að heimspekingurinn hafi hraðan heila. Heimspekingurinn má varla vera að því að þakka, nuddar á sér nefið í nítugasta skiptið á korteri og heldur áfram manískri ræðunni um allt og ekkert.
Afbrotamenn eiga skilda samúð og umönnun en það er engin þörf að lyfta þeim á stall. Spítthausar eru úldin tuska. Þrjótagæskan er ein hlið á löghlýðinni millistétt sem vill fá spennufíkn svalað með því að fylgjast með töffurum sem lifa svaðalegar en fólkið gerir sjálft. Önnur hlið á þeim peningi er að dást að listamönnum meira eftir því sem þeir lifa í meira sjálfskaparvíti.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt 4.4.2008 kl. 00:25 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Zizek, geri ég ráð fyrir. Er þetta eitthvað sem þú veist eða dregur ályktanir af vegna þess hvernig hann kemur fyrir?
Magnús (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:47
Ég fékk að sjá margfalt fleiri spítthausa en mig nokkurn tíma langaði til, þegar ég vann sem næturvörður á hóteli í miðbæ Reykjavíkur um fimm ára skeið.
Ég dreg þessa ályktun af því hvernig Zizek kom fyrir í viðtalinu og því sem hann skrifar. Ég hef skrifað um þetta áður og sagði þá Nú sá ég hann í Silfrinu, miðaldra sófakomma á spítti, annað hvort því innbyggða eða aðkeyptu, en alger mótorkjaftur. Mín vegna skiptir ekki máli hvernig spíttið kemur í manninn, niðurstaðan er sú sama.
kveðja, Sveinn.Sveinn Ólafsson, 6.4.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.