21.3.2008 | 19:18
Jafndægur, fullt tungl á föstudaginn langa og páskar
Einfalda reglan sem margir nota um tímasetningu páskanna er að þeir beri upp á fyrsta sunnudag eftir fyrsta fullt tungl eftir jafndægur. Það gekk hratt þetta árið. Jafndægur voru á skírdag, jafndægramínútan kl. 05.48 ef einhver skyldi vilja vita. Fullt tungl er í dag, föstudaginn langa, klukkan 18.40.
Þannig verða páskar með snemmsta móti. Það þýðir að uppstigningardagur verður 40 dögum síðar, 1. maí, sjálfan verkalýðsdaginn, og að hvítasunna verður 11. maí, lokadag gömlu vetrarvertíðar. Tímasetning páska er fundin á öllu flóknari hátt en reglan sem er hérna að ofan dugir í nær öllum tilfellum og er auðveld að muna. Gleðilega páska!
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.