Leita í fréttum mbl.is

Jafndægur, fullt tungl á föstudaginn langa og páskar

Einfalda reglan sem margir nota um tímasetningu páskanna er að þeir beri upp á fyrsta sunnudag eftir fyrsta fullt tungl eftir jafndægur. Það gekk hratt þetta árið. Jafndægur voru á skírdag, jafndægramínútan kl. 05.48 ef einhver skyldi vilja vita. Fullt tungl er í dag, föstudaginn langa, klukkan 18.40.

Þannig verða páskar með snemmsta móti. Það þýðir að uppstigningardagur verður 40 dögum síðar, 1. maí, sjálfan verkalýðsdaginn, og að hvítasunna verður 11. maí, lokadag gömlu vetrarvertíðar. Tímasetning páska er fundin á öllu flóknari hátt en reglan sem er hérna að ofan dugir í nær öllum tilfellum og er auðveld að muna. Gleðilega páska! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband