8.3.2008 | 17:33
Lognið hlær svo dátt
Ég átti leið framhjá Veðurstofunni fyrr í dag. Ég sá fólk að rölta eftir Bústaðaveginum en eitthvað stemmdi ekki alveg. Það var ekki fyrr en ég var kominn vestur í bæ að það kviknaði á perunni: Það hafði ekki baksað með eða á móti vindinum.
Það var logn á hádegi í dag og aftur núna undir kvöldið á Litlu-Öskjuhlíð, eða hvað sem veðurathugunarstaður Reykvíkinga er kallaður um þessar mundir.
Mér finnst þetta ekki hafa gerst síðan í október. Kannski er minnið farið að bresta og ég treysti á að haukfránir lesendur leiðrétti mig. Á meðan svelgi ég í mig lognið.
Á Litlu-Öskjuhlíð, líklega þar sem seinna kom vatnstankur við gamla golfskálann, fögnuðu Reykvíkingar nýjum aldamótum á síðasta degi ársins 1900. Þrjátíu árum síðar tóku þeir á móti pósti þar úr loftfarinu Zeppelin. Þar reyndi hópur fólks að búa til skíðabrekku, sem nú liggur milli Hörgshlíðar og Bústaðavegar, við mikið erfiði.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.