3.3.2008 | 19:56
Hvers vegna eru háir vextir á Íslandi?
Hvað eru vextir? Vextir eru verð, sem sett er á fé, sem er fengið að láni.
Ég er með þúsundkall í veskinu. Hann safnar engum vöxtum meðan hann situr þar. Ef ég lána öðrum hann, tek ég vexti af láninu. Þeir eru með öðrum orðum verð á peningum, sem maður á ekki.
Eins og kom í ljós þegar ódýrari húsnæðislán buðust í bönkum, þá sló aðeins á yfirdrátt Íslendinga þegar þeir endurfjármögnuðu húsnæði sitt. Þegar frá leið, sótti í sama farið og ótrúlega hátt hlutfall þeirra fullnýtti yfirdráttinn. Þetta er ofan á kortagreiðslur, raðgreiðslur, skammtímalán og önnur lán.
Eftirspurn Íslendinga eftir lánsfé er gífurleg, í engu samræmi við eignir þeirra, og er enn óuppfyllt. Þegar þannig er í landinu, eru háir vextir.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.