Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna eru háir vextir á Íslandi?

Hvað eru vextir? Vextir eru verð, sem sett er á fé, sem er fengið að láni.

Ég er með þúsundkall í veskinu. Hann safnar engum vöxtum meðan hann situr þar. Ef ég lána öðrum hann, tek ég vexti af láninu. Þeir eru með öðrum orðum verð á peningum, sem maður á ekki.

Eins og kom í ljós þegar ódýrari húsnæðislán buðust í bönkum, þá sló aðeins á yfirdrátt Íslendinga þegar þeir endurfjármögnuðu húsnæði sitt. Þegar frá leið, sótti í sama farið og ótrúlega hátt hlutfall þeirra fullnýtti yfirdráttinn. Þetta er ofan á kortagreiðslur, raðgreiðslur, skammtímalán og önnur lán.

Eftirspurn Íslendinga eftir lánsfé er gífurleg, í engu samræmi við eignir þeirra, og er enn óuppfyllt. Þegar þannig er í landinu, eru háir vextir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband