Leita í fréttum mbl.is

Vísindi sem komast öll að einni niðurstöðu

Þegar vísindafólk á alltaf eitt og sama svarið við öllum spurningum sem það varpar fram, þá má fara að draga í efa að um mikil vísindi sé að ræða.

Ef ég stofna rannsóknarstofnun um Evrópumál og kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að það sé best sem Evrópusambandið hefur ákveðið, og að besta niðurstaðan í hverju máli sé að Ísland gangi í sambandið, þá má álykta að tilgangur stofnunarinnar sé ekki hlutlaus rannsókn.

Þá má álykta að hlutverk stofnunarinnar sé að vinna stjórnmálaskoðun ásmegin. Það er ekkert rangt við að færa rök að stjórnmálaskoðunum sínum, en það er ekki rétt að almenningur greiði fyrir slíka vinnu og að hún sé kölluð rannsóknir. Í besta falli er þar um að ræða rannsóknir stofnunarinnar á því sem gerist í kolli þeirra sem þar starfa.

Það er gott að fólk færi rök að ágæti Evrópusambandsins og því að Ísland gangi í það. Það fer best á því að það sé gert af áhugamannasamtökum sem finni áhuga félaga sinna farveg. Það er rangt að kalla það vísindi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband