3.3.2008 | 19:57
Vísindi sem komast öll að einni niðurstöðu
Þegar vísindafólk á alltaf eitt og sama svarið við öllum spurningum sem það varpar fram, þá má fara að draga í efa að um mikil vísindi sé að ræða.
Ef ég stofna rannsóknarstofnun um Evrópumál og kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að það sé best sem Evrópusambandið hefur ákveðið, og að besta niðurstaðan í hverju máli sé að Ísland gangi í sambandið, þá má álykta að tilgangur stofnunarinnar sé ekki hlutlaus rannsókn.
Þá má álykta að hlutverk stofnunarinnar sé að vinna stjórnmálaskoðun ásmegin. Það er ekkert rangt við að færa rök að stjórnmálaskoðunum sínum, en það er ekki rétt að almenningur greiði fyrir slíka vinnu og að hún sé kölluð rannsóknir. Í besta falli er þar um að ræða rannsóknir stofnunarinnar á því sem gerist í kolli þeirra sem þar starfa.
Það er gott að fólk færi rök að ágæti Evrópusambandsins og því að Ísland gangi í það. Það fer best á því að það sé gert af áhugamannasamtökum sem finni áhuga félaga sinna farveg. Það er rangt að kalla það vísindi.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.