Leita í fréttum mbl.is

Þegar stríðið er eðlilegt ástand

Ferðalangar í Bretlandi verða fljótlega varir við tvennt: Að það er mikilvægt að standa í röð, og að Bretar tuða. Þeir mótmæla ekki eins og Frakkar, heldur fara í röð og safna undirskriftum, en mest tuða þeir bara. Hlutirnir ganga svona, en þetta kemur undarlega fyrir sjónir.

Það er vegna þess að tveir aðrir hlutir skipta máli, sem eru ekki jafn augljósir. Hinn fyrri er að Bretum líkar ekki 21. öldin. Þeim líkaði ekki 20. öldin heldur. Það var 19. öldin sem var þeirra öld. Hinn seinni er að þessi árin eru Bretar ekki í sínu náttúrulega ástandi. Bretar fara ekki að taka við sér fyrr en þeir heyja stríð. Það er þeirra náttúrulega ástand.

Heimsveldi eiga í stöðugum stríðum. Þau eru stöðugt að verja hagsmuni sína, annað hvort beint eða verja bandalagsþjóðir sínar. Bandaríkjamenn eru að venja sig við þetta, að náttúrulegt ástand þjóðarinnar er að vera í stríði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband