1.3.2008 | 00:31
Netscape gengið fyrir ætternisstapa
Í dag, 1. mars 2008, verður hætt að styðja við og þróa Netscape vefskoðarann. Það þýðir ekki að Netscape verði ónothæft um leið. Nýlega notaði ég vefskoðara sem hætt var að styðja við og þróa 1995, um svipað leyti og Netscape var að ryðja sér rúms.
Ætli það hafi ekki verið fyrir fimmtán árum sem nokkrir vinir mínir sem stóðu að rekstri Miðheima, sýndu mér framtíðina í netmálum. Það var Mosaic, fyrsti vefskoðarinn sem setti myndir inn á síðu, í stað þess að opna þær í sérglugga.
Mosaic varð óhemju vinsæll í stuttan tíma snemma á tíunda áratugnum. Haustið 1994 kom Netscape sem var miklu þægilegri í notkun og vann markaðinn. Microsoft fór að markaðssetja Internet Explorer ókeypis með Windows. Það, ásamt því að Netscape var ekki þróað mikið áfram, þýddi að færri og færri notuðu vefskoðarann.
Á grunni kóðans bak við Netscape var búinn til Firefox, sem er sá vefskoðari sem ég nota mest þessi árin.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Vefurinn | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.