Leita í fréttum mbl.is

Varlegt fyrir verkafólk að treysta á gæskuna

Íslenskt verkafólk virðist eiga fáa málsvara á þingi. Af er sem áður var.

Stjórnmálafólk gengur alls ekki fram fyrir skjöldu og segist vera á móti verkafólki, það væri banabiti. Margir í Samfylkingu, Íslandshreyfingu og VG vinna þó leynt og ljóst á móti öllum nýjum störfum fyrir verkafólk.

Allt sem heitir uppbygging iðju, vinnustaðir eins og verksmiðjur eru óæskileg hjá þessu fólki. Í stað þess á að einbeita sér að ferðamennsku, skólahaldi, forritun og öðrum þekkilegri greinum. Hafnir, flugvellir og iðnaðarsvæði eru skítug, hávaðasöm og skulu burt.

Það er merkilegt fólkið sem tekur í orði undir að búa til störf í fjarvinnslu á landsbyggðinni, en finnur því allt til foráttu þegar eitthvað slíkt gert. Þá er forkastanlegt að búa til störf fyrir ófaglærða þar sem einungis faglærðir eiga að vinna.

Það má gæta sín á gæsku þessa fólks. 


mbl.is Grétar: Hóflega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband