Leita í fréttum mbl.is

Geir að verða sýnilegri

Ég fjalla hérna fyrir neðan um nýlega könnun um fylgi flokkanna, sem hlýtur að teljast nokkur tíðindi, að Samfylking hafi mun meira fylgi en Sjálfstæðisflokkur. Það má finna margar skýringar. Sú sem ég stakk upp á þarna, að skrif Morgunblaðsins um Samfylkingu hafi fælt miðjufólk frá Sjálfstæðisflokki, er bara einn þáttur af mörgum.

Stór þáttur er hvað forysta Sjálfstæðisflokks er lítið sýnileg þegar vandi steðjar að eins og nú er í borgarstjórn. Fólk er ekki hrifið af því að heyra of mikið í stjórnmálaleiðtogum fjalla um allt og ekkert, en þegar mikilvæg mál eru í gangi, þá er mikilvægt að heyra afstöðu þeirra. Þar má telja atvinnumál á landsbyggðinni, umhverfismál, efnahagsmál, borgarstjórn Reykjavíkur og kjaraviðræður. Þá er ég bara að tala um þessa viku sem hefur verið að líða. Afstöðuleysi er ekki dyggð hjá stjórnmálamönnum og hógværð á ekki alltaf við, eins og fræg orð Churchills um Attlee sýna, a modest man, who has much to be modest about. Nú má sjá tákn um að Geir sé að verða sýnilegri.

Til happs fyrir Sjálfstæðisflokk má segja að hann hafi góðan tíma til að safna vopnum sínum, enda hefði Geir ekki haldið sig svona til hlés ef styttra hefði verið til næstu kosninga. Það er þá eins gott að það sé nægur tími til næstu þingkosninga. Tíðindin í borgarstjórnarflokknum þýða að baráttan um næstu kosningar í Reykjavík vorið 2010 er þegar hafin.

Tíðindi í Reykjavík þau tvöföldu áhrif á starf flokkanna um allt land, að þar búa tæp 40% þjóðarinnar, um helmingur hennar vinnur þar og hinn helmingurinn sækir þangað eitt eða annað á lífsleiðinni, að undanskildum fáeinum aðdáunarverðum sérvitringum. Þannig lætur fólk sig miklu skipta hvernig málin skipast þar af því að það skiptir miklu fyrir alla.


mbl.is Ræddu stöðu á fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband