14.2.2008 | 17:26
Styrmir safnar fyrir Samfylkingu
Ég hef áður fjallað um þá miklu heift sem Morgunblaðið sýnir Samfylkingu og er nokkuð augljós. Það má núna heita jafn augljóst að það er aðallega einn höfundur leiðara og Staksteina sem það gerir. Hann snerist áður öndverður gegn öllu sem Ingibjörg Sólrún sagði og gerði, en er í seinni tíð farinn að beina spjótum sínum að Degi B. Eggertssyni. Fyrst og fremst er honum þó afar illa við flest það sem Samfylking segir og gerir.
Ég sýndi í pistlinum hvernig leiðir blaðsins og Samfylkingar liggja oft saman. Ég leiddi líkum að því að þarna héldi á penna sá Morgunblaðsmaður sem var tengdasonur tveggja krataleiðtoga, þeirra Finnboga Rúts og Huldu. Þess vegna var þetta á margan hátt lítt skiljanleg afstaða.
Þá hélt ég að þarna færi heift þeirra sem berjast á sama stað í litrófi stjórnmálanna. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru löngu farin að berjast á miðjunni þar sem flest atkvæðin eru og líklega mun Framsóknarflokkur reyna að sækja á sömu mið. Það er alþekkt að persónuleg og málefnaleg heift verður þeim mun meiri sem fólk berst á litlu plássi.
Nú virðist sem þessi heiftarbarátta skili Sjálfstæðisflokki litlu en Samfylkingu þeim mun meira. Er ekki kominn tími til að láta af þessu, nema að tilgangurinn sé sá að auka veg Samfylkingar?
Margt Samfylkingarfólk sagðist hafa sagt upp áskrift að Mogga þegar gusur gengu frá Staksteinum. Kannski ættu þeir að athuga hvort það er ekki affarasælla fyrir fylkinguna að Moggi lifi góðu lífi.
Samfylkingin stærst allra flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.