Leita í fréttum mbl.is

Leiðaraskrif Morgunblaðsins að undanförnu

Ég get vel skilið að fjölmennur flokkur innan Sjálfstæðisflokks finnist það ekki góð tilhugsun að vera með Samfylkingu í ríkisstjórn.

Samfylkingin hefur sýnt sig að taka aðra stefnu um samstarfið en Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur höfðu gert í 16 ár. Í fyrsta lagi er þetta stór flokkur sem ætlar sér að keppa við Sjálfstæðisflokk að stærð, hvenær sem það getur nú gerst, og vill halda fullu tré við samstarfsflokkinn út af því. Í öðru lagi eru flokkarnir að einhverju leyti að berjast um sömu atkvæði á miðjunni. Í þriðja lagi eru forsvarsmenn Samfylkingar þess fullviss að pólitískt líf þeirra bíði þess ekki bætur ef þau reynast Sjálfstæðisflokki leiðitöm, líkt og komið hefur á daginn með Framsóknarflokk.

Það hlýtur þó að vera fremur fámennur hluti Sjálfstæðisflokks sem vill ganga jafn hart fram og leiðarahöfundar Morgunblaðsins gegn Samfylkingu og mæla um leið fyrir samstarfi við Vinstri Græn.

Það er því furðulegra, að ritstjóri Morgunblaðs var í eina tíð talin brú Sjálfstæðisflokks yfir til krata, þar sem hann var tengdasonur tveggja af leiðtogum þeirra.

Samstarf við Vinstri Græn hefur greinilega kosti í för með sér fyrir Sjálfstæðisflokk. Flokkarnir bítast varla um sömu atkvæðin og geta einmitt þess vegna unnið betur saman en flokkar sem þurfa að berjast á þeim vígvelli. Flokkarnir eru að miklu leyti sammála um Evrópumál.

Það er samt einkennilegt að sjá jafn harða afstöðu og Moggi sýnir gegn Samfylkingu, þar sem blaðið mælir fyrir málum á svipaðan hátt og margir innan þess flokks. Til sanns vegar verður að færa, að blaðið er alls ekki ógagnrýnið á VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband