13.2.2008 | 05:48
Orkuveitan sem einkamál
Undir öllum þeim óróa sem hefur skekið Orkuveituna og dótturfyrirtæki hennar undanfarið ár, liggur dýpri vandi. Þessi vandi er ekki nýr í OR. Starfsmenn fyrirtækisins biðja nú um starfsfrið og vilja að stjórnmálamenn hætti að bítast um það.
Vandinn liggur í þeirri staðreynd að OR hefur viljað haga sér eins og einkafyrirtæki í rekstri en almannafyrirtæki í þjónustu og í almannaeigu. Þetta tvennt fer ekki saman.
OR er opinbert hlutafélag. Breyting á fyrirtæki í hlutafélag þýðir ekki að það fari að starfa eins og einkafyrirtæki. Hlutafélagaformið er einungis ákveðin leið til að einfalda eignarhald og viðskipti með hluta fyrirtækja, um leið og ábyrgð eigenda er takmörkuð, í raun við eignarhluta þeirra.
Hlutafélagaformið eitt og sér breytir því ekki að fyrirtæki eins og OR er í opinberri eigu (sveitarfélaga) og er í almannaþjónustu.
Vandinn er að forstjórar og margir starfsmenn fyrirtækisins eru ekki sáttir við þessa staðreynd og hafa hagað sér þannig undanfarin ár.
Orkuveitan á ekki að vera bitbein stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.