10.2.2008 | 21:26
Enska úrvalsdeildin óensk
Nú spilar 331 maður í ensku úrvalsdeildinni (Premier League) sem ekki eru breskir. Þeir voru 11 við upphaf deildarinnar 1992.
Deildin hefur nú um helming tekna sinna utan heimalandsins. Deildin var stofnuð utan um það sem enskur fótbolti var orðinn þegar fyrir aldamótin 1900. Hann var afþreying fyrir fólk, eins og kvikmyndir, leikhús eða hvaða önnur íþrótt sem er.
Þess vegna kemur fram tillaga um að spila hluta leikja annars staðar. Þetta hefur verið reynt áður. Á sjöunda áratugnum voru mynduð sérstök ensk lið til að spila í Bandaríkjunum yfir sumarið. Þá var sumarhléið lengra en núna.
Þegar deildin var mynduð réðu peningar þegar öllu um hvernig var spilað. Þá skipti mestu miðasala á völl og sjónvarpstekjur innanlands. Helgar og aðrir helgidagar skiptu öllu máli, eins og sést á leikjafjölda um jól og nýár. Nú skipta sjónvarpstekjur erlendis og munasala (treyjur og annar varningur merktur liðinu) mestu. Deildin breytist.
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.