4.2.2008 | 19:06
Verða breytingar ef demókrati nær kjöri?
Hvort verður það meira frávik frá hefðbundnum hvítum köllum á efri árum í forsetaframboði í Bandaríkjunum, að fá frambjóðanda sem er kona á þeim aldri, eða fá mann sem átti Keníumann að föður?
Bæði Clinton og Obama teljast afar lík þeim forsetum sem hafa verið síðustu hálfa öldina. Þau koma úr sama hópi fólks. Clinton kemur af efnuðu fólki, fór í góða háskóla og er sjálfstæð kona, baby boom holdi klædd. Hún gæti hafa verið í kirkjunni í lok The Graduate, kannski jafnvel brúðurin?
Obama er af fátækara fólki en er löngu orðinn hluti af hærri lögum samfélagsins. Hörundslitur hans hefur því minna að segja sem hann talar meira.
- Ég er ekki kaþólski frambjóðandinn, ég er frambjóðandi demókrata til forseta sem er kaþólskur að trú. Ég tala ekki fyrir kirkjuna og kirkjan ekki fyrir mig. Þetta sagði John F. Kennedy fyrir kosningarnar 1960. Margir héldu fram að kaþólskur frambjóðandi gæti ekki unnið. Það lá nærri, hann vann með 0,2% atkvæða en aðeins meiri mun í fjölda kjörmanna.
Það er ljóst að það verður aftur brotið blað í sögunni ef frambjóðandi demókrata nær kjöri í nóvember. Nú er aðeins eftir að sjá hvort það verður með nýjum kynslóðaskiptum og hörundsdökkum manni, eða með fyrstu konunni á stóli Bandaríkjaforseta.
Breytingarnar verða þó engin bylting. Bandaríkjamenn eiga sína byltingu frá 1776 og vilja ekki aðra. Bæði fylgja þau harðri stefnu gagnvart hernámi Írak, stuðningi við Ísrael og andstöðu við Íran.
McCain er svo enn meiri haukur í þessum málum, enda eyddi hann tæpum sex árum sem stríðsfangi í Víetnam. Á kjördag verður hann búinn að halda upp á 72 ára afmæli sitt.
Eldflaugatilraunir Írana fordæmdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.