Leita í fréttum mbl.is

Tveir stjórnmálamenn frá Illinois

Fyrir 150 árum kom fram á sjónarsviðið bandarískra stjórnmála ungur lögfræðingur frá Illinois, langur og mjór, þótti nokkuð afkáralegur að sjá. Hann hét Abraham Lincoln.

Hann háði frægar kappræður við Stephen A. Douglas, öldungadeildarþingmann demókrata, um þrælahald. Tveimur árum síðar voru þeir frambjóðendur flokkanna í forsetakosningum.

Ungur Lincoln

Fyrir tæpum fjórum árum hafði annar lögfræðingur frá Illinois framsögu fyrir frambjóðanda demókrata í forsetakosningum, John Kerry. Kerry tapaði en framsögumaðurinn Obama þykir núna hafa hrifið fólk með sér úr öllum stéttum, af öllum aldri, báðum kynjum og öllum tegundum. Aðalkeppinautur hans er reyndur stjórnmálamaður en frú Clinton hefur ekki hæfileikann til að hrífa fólk með sér.

Nú er líklegast að McCain verði frambjóðandi repúblikana. Aðalkeppinautur hans er Romney, maður með mikið fé en litla breidd í pólitík.

Barack ObamaObama hefur reynst góður ræðumaður. Hann skrifar skiljanlegt mál. Hvort sem fólk er samþykkt stefnu hans eða ekki má mæla með bókinni The Audacity of Hope, sem kom út 2006.

Það mælir með góðu gengi McCain og Obama að fólk telur atvinnu- og efnahagshorfur slæmar og er um leið tilbúið að snúa við blaðinu eftir 8 ára stjórn Bush yngra. Þegar þetta er skrifað hefur Clinton enn góða möguleika og verður að bíða til miðvikudagsmorguns til að sjá hvernig hefur farið.

 


mbl.is Kennedy fjölslyldan klofin í afstöðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég vil ekki tuða, en ég er vonsvikinn. Ég sé engan frambjóðanda sem ég myndi vilja kjósa. Þetta er allt 100% Capitol Hill fólk með silfurhníf í baki.

Kannski maður kysi Ron Paul. Veit það ekki. Eins og staðan er nú virðist vera nokkuð sama hver vinnur. 

Villi Asgeirsson, 4.2.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þó Obama hafi búið nokkurn tíma í Illinois, þá er hann reyndar ekki alinn upp þar. Hann var alinn upp að mestu á Hawaii. Svo bjó hann með móður og stjúpföður í Indónesíu. Móðir Obama er frá Kansas og faðirinn frá Keníu.

Hillary Rotham (Clinton) var hins vegar alin upp í Illinois. Þannig er nú "uppruninn" afstæður hjá fólki.

(Tek það fram að mér finnst Obama skársti kosturinn í forsetakosningunum í BNA, þannig að þetta er alls ekki sneið að honum).

Guðmundur Auðunsson, 4.2.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Það er rétt Guðmundur, Obama er víða að. Hann segir í Audacity of Hope að búseta í Indónesíu og kynni af Kenía hafi kennt honum að meta margt gott við bandarískt þjóðfélag.

Lincoln var heldur ekki fæddur í Illinois, heldur í Kentucky. Bandarísk þjóð er almennt á faraldsfæti, um 10% þeirra flytja árlega.

Það er erfitt að sjá hvernig forseti Obama verður, ef af verður. Hann er enginn vinstrisinni, harður í orðum um varnir Bandaríkjanna en segist ætla að vinda ofan af skattalækkunum Bush, sem hann segir aðeins hafa gagnast þeim ríku. Ég held að hann sé sigurvænlegri fyrir demókrata en frú Clinton, meðal annars vegna þess að fólk vill breytingar. Hún var í Hvíta húsinu fyrir 15 árum að búa til frumvarp til laga um heilbrigðiskerfið.

Sveinn Ólafsson, 4.2.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband