Leita í fréttum mbl.is

Er nóg til af heitu vatni?

Fyrsta áhyggjuefni fólks varðandi Orkuveituna er líklega hvort það sé til rafmagn á heimilinu og síðan hvor það sé til heitt vatn þar. Þetta er ansi fjarlægt áhyggjuefni, eða hvað? Nóg til af rafmagni í landinu og mörg ár síðan síðast varð rafmagnslaust í betri hverfum Reykjavíkur lengur en nokkar mínútur.

Ég velti þó fyrir mér heita vatninu. Ef það þarf að skrúfa fyrir sundlaugar við 10° frost, hvað þá ef hér kemur alvöru kuldakafli? Meginhluti þjóðarinnar býr kringum 64° norðlægrar breiddar. Þar ríkir 20-40 gráðu frost meginhluta vetrar á öðrum slóðum en við Golfstrauminn og ekkert sem útilokar að hér komi nokkurra vikna kafli með 10-15 gráðu frosti. Hvað þarf að skrúfa fyrir þá?

Ég hélt að með tilkomu Nesjavallavirkjunar, þegar kælivatn af hverflum hennar bættist við heitavatnsbúskap Orkuveitunnar (þá HR) hefði komið nóg af heitu vatni. Síðan þá hefur fjölgað á svæði Orkuveitunnar, en einnig komið viðbótarvatn af Hellisheiðarvirkjun.


mbl.is Fundargerðir Orkuveitunnar birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Ekki gráta ástin mín, þó þig vanti vítamín", eins og stendur í ljóðinu. Fólk hefur sýnt það, t.d. í rússnesku byltingunni, að þegar verður mjög kalt, þá fjölgar mannfólkinu verulega níu mánuðum síðar. Þeir sem ekki voru á þeim buxunum voru sendir í Gulag og frystir í hel - og þá er meira heitt vatn fyrir þá sem eftir eru.

Velkominn í hóp kaldhæðnismanna á blogginu. Það er orðið nokkuð síðan ég sá þig síðast.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.2.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband