Leita í fréttum mbl.is

Kalifornía, stóra eplið á vesturströndinni

Repúblikanar halda forval og forkosningar í 21 ríki á þriðjudag, 5. febrúar. Í mörgum þeirra gildir að sá sem fær flest atkvæði vinnur allla kjörmenn ríkisins á landsþing.

Nú er McCain í forystu og getur sópað vel á sprengidag. Kalifornía hefur um sjöunda hluta þeirra kjörmanna sem þarf til að vinna útnefningu hjá repúblikönum, um fimmtung hjá demókrötum. Það skiptir miklu að vinna þar. Kosningabaráttan er háð í fjölmiðlum í þessu fjölmenna ríki og stuðningur Schwarzenegger hefur mikið að segja.

Clinton leggur mikið undir til að vinna þar. Bæði hún og Obama eru með digra sjóði og munu keppa um fjölmiðlapláss fram á þriðjudagskvöld.

Stór hluti atkvæða skilar sér með pósti. Þar sem fólk hefur verið að kjósa í pósti síðan í byrjun janúar, þá nýtist gott gengi McCain ekki til fulls.

Slagurinn á þriðjudag er sá stærsti í forkosningum hingað til og getur hæglega endað baráttuna, því báðir flokkar vilja finna sigurvegara sem fyrst, og hylla hann eða hana fram til byrjunar nóvember.

 


mbl.is Schwarzenegger styður McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband