31.1.2008 | 20:22
Kalifornía, stóra eplið á vesturströndinni
Repúblikanar halda forval og forkosningar í 21 ríki á þriðjudag, 5. febrúar. Í mörgum þeirra gildir að sá sem fær flest atkvæði vinnur allla kjörmenn ríkisins á landsþing.
Nú er McCain í forystu og getur sópað vel á sprengidag. Kalifornía hefur um sjöunda hluta þeirra kjörmanna sem þarf til að vinna útnefningu hjá repúblikönum, um fimmtung hjá demókrötum. Það skiptir miklu að vinna þar. Kosningabaráttan er háð í fjölmiðlum í þessu fjölmenna ríki og stuðningur Schwarzenegger hefur mikið að segja.
Clinton leggur mikið undir til að vinna þar. Bæði hún og Obama eru með digra sjóði og munu keppa um fjölmiðlapláss fram á þriðjudagskvöld.
Stór hluti atkvæða skilar sér með pósti. Þar sem fólk hefur verið að kjósa í pósti síðan í byrjun janúar, þá nýtist gott gengi McCain ekki til fulls.
Slagurinn á þriðjudag er sá stærsti í forkosningum hingað til og getur hæglega endað baráttuna, því báðir flokkar vilja finna sigurvegara sem fyrst, og hylla hann eða hana fram til byrjunar nóvember.
Schwarzenegger styður McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.