21.1.2008 | 21:17
Menn og málefni í borgarpólitíkinni
Talleyrand var pólitíkus sem náði að lifa af flestar hremmingar og stjórnarskipti í Frakklandi fyrir rúmum 200 árum. Sýn hans á pólitík var vel til þess fallin. Hann sá hana sem ekkert nema valdatafl. Þegar honum var sagt frá andláti spænska sendiherrans í París, á hann að hafa sagt: - Hvað ætli honum hafi gengið til með því?
Fólk sem lítur á stjórnmál fyrst og fremst eða alveg sem valdabaráttu, sér þau aðeins sem togstreitu fólks. Því finnst allt tal um málefni bara vera skinhelgi, af því að það sjálft lítur þannig á málin. Því finnst jafnvel barnalegt að tala um málefni, því það hélt að málefni væru mikilvæg þegar þau voru börn, en svo eltust þau upp úr því. Fyrir þessu fólki er allt spillt.
Fyrir öðrum skipta málefni flestu. Þeir sem gleyma málefnunum gera það á eigin áhættu. Fyrir tveimur áratugum var borgarstjóri í Reykjavík sem birti lista yfir þau verk sem hann ætlaði að ljúka fyrir lok kjörtímabils, og birti listann aftur fyrir kosningar, þar sem krossað hafði verið við það sem var lokið. Fólk gat verið sammála eða ósammála, það var að minnsta kosti hægt að taka á því hverju fólk var þá ósammála. Þetta er árangursríkasti stjórnmálamaður á Íslandi.
Það er varla ofsögum sagt að nú skipti skipulagsmál borgarinnar fólk miklu. Hvar sem drepið er niður fæti, frá beygjurein á Bústaðaveg, Sundabraut í göngum eða í ógöngum, mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, flugvöllur í Vatnsmýri og verndun húsa í miðbænum, allt þetta telur fólk núna mikilvægt.
Ég varaði við því þegar borgarstjórn Dags B. Eggertssonar (sú fyrsta) tók við, að þau myndu aðeins reyna að stjórna frá degi til dags. Það má vara hann aftur við svona vinnubrögðum, en kannski hafði hann ekki kost á öðru.
Allt upp á borð varðandi REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.